is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9631

Titill: 
  • Hvað einkennir áhugahvöt nemenda með mikla getu í stærðfræði?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að svara rannsóknarspurningunni “Hvað einkennir áhugahvöt nemenda með mikla getu í stærðfræði?” Rannsókn var lögð fyrir í fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Í úrtaki voru nemendur í 10.bekk með mikla getu í stærðfræði. 20 % nemenda með hæstu einkunn á þeirra síðustu annarprófum voru valdir til að taka þátt í rannsókninni. Úrtak fyrir rannsóknina var valið þannig að 20% hæstu nemendur á síðustu annarprófum tóku þátt. Úrtakið var fundið með aðstoð skólastjóra og deildarstjóra unglingadeildar eða stærðfræðikennara á unglingastigi. Þátttakendur í rannsókninni fengu bæði umslag með spurningalista og leyfisbréfi til foreldra með sér heim. Foreldrum var sendur tölvupóstur þar sem beðið var um leyfi fyrir þátttöku barnsins í rannsókninni og síðan var spurningalistanum svarað í skólanum. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar, einnig er fjallað um kenningar sem settar hafa verið fram um áhugahvöt nemenda.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að nemendur með mikla getu í stærðfræði telja sig mjög góða í stærðfræði. Nemendur eru fljótir að leysa verkefni og vilja leysa verkefni sem þeir eru öruggir með að fá góða einkunn fyrir. Þeir vilja leysa verkefni sem þeim þykir létt. Margir setja sér markmið og þegar þeim gengur illa á prófum leita þeir að ástæðum fyrir slæmu gengi hjá sjálfum sér.

Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9631


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
tinna_sigurjonsdottir.pdf379.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna