ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/965

Titill

Hvar sem lítið lautarblóm langar til að gróa : rannsóknarritgerð um lífsleikni

Útdráttur

Í ljósi umræðna í samfélaginu um aga- og siðleysi í skólum á undanförnum árum hefur áhugi á lífsleikni farið vaxandi og kemur hún meðal annars fram í aðalnámskrám allra skólastiga sem menntamálaráðuneytið gaf út 1999.
Í verkefninu er greint frá rannsókn sem unnin var í tengslum við þróunarverkefnið Lífsleikni í leikskóla sem er samstarfsverkefni þriggja leikskóla á Akureyri. Rannsóknin svarar spurningunni hvort munur er á samskiptum barna í leikskóla þar sem markvisst er unnið með lífsleikni og öðrum leikskólum. Til þess að leita svara við spurningunni er fjallað um hugtakið lífsleikni, og þroskaþætti sem það snertir. Það eru þeir þroskaþættir sem heimspekingar vilja kalla siðvit, það er siðferðisþroski, tilfinningaþroski og félagsþroski. Einnig er fjallað um samskipti og hvernig þau tengjast lífsleikni. Greint er frá rannsókn sem unnin var í ónefndum leikskóla þar sem tekið var viðtal við leikskólastjóra leikskólans, settur saman rýnihópur leikskólakennara og gerðar skráningar af börnum í leik og starfi. Niðurstöðurnar eru að lokum bornar saman við niðurstöður úr þróunarverkefninu Lífsleikni í leikskóla.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að greina má mun á samskiptum barna sem þátt hafa tekið í þróunarverkefninu Lífsleikni í leikskóla og annarra leikskólabarna. Munurinn liggur í aukinni samskiptafærni barnanna sem þátt hafa tekið í þróunarverkefninu Lífsleikni í leikskóla sem gefur til kynna að hægt sé að hafa áhrif á siðferðisþroska barna með markvissri lífsleiknivinnu.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
1.1.2004


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lautarblom-e.pdf143KBOpinn Hvar sem lítið lautarblóm langar til að gróa - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
lautarblom-h.pdf169KBOpinn Hvar sem lítið lautarblóm langar til að gróa - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
lautarblom-u.pdf106KBOpinn Hvar sem lítið lautarblóm langar til að gróa - útdráttur PDF Skoða/Opna
lautarblom.pdf1,36MBLokaður Hvar sem lítið lautarblóm langar til að gróa - heild PDF