is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9651

Titill: 
  • Tjáskiptamiðuð dönskukennsla : rannsókn á beitingu dönskukennara á tjáskiptamiðaðri dönnskukennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um rannsókn á því hvort dönskukennarar í grunnskólum landsins séu að beita tjáskiptamiðaðri kennslu í dönskukennslunni. Viðtöl voru tekin við fjóra kennara í mismunandi skólum á Suðurnesjum . Rannsóknin er því byggð á eigindlegri hugmyndafræði þar sem hún byggist á upplifunum, frásögnum og skoðunum þátttakenda en ekki á tölfræðilegum niðurstöðum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að helmingur þátttakendanna beitir tjáskiptamiðaðri kennslu í dönskukennslunni og nemendur þeirra öðlast af þeim sökum tjáskiptahæfni á markmálinu. Þessir nemendur fá þjálfun í að tjá sig við mismunandi aðstæður í gagnvirkum tjáskiptum og læra því að nota tungumálið sem verkfæri til beinna tjáskipta. Nemendur þeirra viðmælenda sem ekki beita tjáskiptamiðaðri kennslu öðlast ekki tjáskiptahæfni á markmálinu því þeir fá ekki þjálfun í að tjá sig í gagnvirkum tjáskiptum og eiga þess vegna afskaplega erfitt með að nota tungumálið til munnlegra tjáskipta. Þeir geta nánast ekki tjáð sig á dönsku nema að þeir viti hvað þeir eigi að segja fyrirfram því þeir byggja ekki upp þann virka orðaforða sem er nauðsynlegur til þess að tjáskiptin geti átt sér stað. Það sem getur haft áhrif á beitingu kennara af tjáskiptamiðaðri kennslu er m.a. viðhorf kennara til dönskukennslunnar og nemenda, hefðir og ríkjandi kennsluaðferðir í skólunum og viðhorf samkennara í teymiskennslu til dönskukennslunnar.
    Í fræðilegri umfjöllun ritgerðarinnar er m.a. fjallað um færniþættina fjóra, tjáskiptahæfni, mismunandi kennsluaðferðir í tungumálakennslu, tjáskiptaverkefni og notkun þeirra og orðaforða með meiru.
    Niðurstöðurnar benda til þess að áherslur kennara á tjáskiptamiðaða kennslu og þar með uppbyggingu af tjáskiptahæfni nemenda séu ekki í samræmi við námsmarkmið Aðalnámskrár grunnskóla sem leggur mikla áherslu hvað þetta varðar.

Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9651


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kápa.pdf31.34 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni.pdf569.66 kBLokaðurHeildartextiPDF