is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9678

Titill: 
  • Markviss þjálfun samvinnu með fjölbreyttum kennsluháttum í skólastarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni til B.ed gráðu í grunnskólafræðum við menntavísindasvið Háskóla Íslands var fjallað um fjölbreytta og einstaklingsmiðaða kennsluhætti sem fela í sér m.a. þjálfun í samvinnu í námi. Gengið var út frá því að fjölbreyttir kennsluhættir og einstaklingsmiðun væri forsenda þjálfunar ýmissa færniþátta sem Aðalnámskrá grunnskóla sem og nútíma samfélag gerir kröfu um. Má þar telja; færni í vinnubrögðum, sjálfstæðum viðhorfum, frumkvæði, mannlegum samskiptum og samvinnu. Í þeim tilgangi var samvinna í námi, einstaklingsmiðaðir og fjölbreyttir kennsluhættir settir í samhengi við kenningar hugsmíðahyggju og þær rannsóknir sem byggja á svipuðum fræðum. Kannað var hvað helstu rannsóknir segja um kosti og galla samvinnu í námi ásamt því hvað niðurstöður rannsókna segja um gildi samvinnu í tengslum við námsárangur og virkni nemenda. Loks var fjallað um hver birtingarmynd einstaklingsmiðaðra og fjölbreyttra kennsluhátta er í skólastarfi hér á landi ásamt áhrifa þeirra á samvinnu nemenda. Niðurstöður sýndu að þrátt fyrir áherslu Aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 1974 til dagsins í dag, á nauðsyn þess að þjálfa nemendur í tengja færni sína við daglegt líf með fjölbreyttum kennsluháttum þar sem þarfir nemenda eru hafðir að leiðarljósi, hefur í raun ekki skilað sér nægilega vel út í skóla landsins. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á birtingarmynd samvinnu og fjölbreyttra kennsluhátta í skólastarfi sýndu að þjálfun nemenda í samvinnu þar sem stuðst er við fjölbreytta kennsluhætti er í lágmarki.

Samþykkt: 
  • 1.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9678


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
b_ed_ritgerd_lokaskil_breytt.pdf459.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna