is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9693

Titill: 
  • Ráðherraábyrgð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lög um ráðaherraábyrgð hafa verið í gildi í rúmlega 100 ár. Á þeim tíma hefur aldrei reynt á ákvæði laganna fyrr en nú, eftir að Alþingi hefur samþykkt að höfðað sakamál á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir landsdóm. Ástæður fyrir lagasetningu um ráðherraábyrgð má rekja til ákvæða stjórnarskrárinnar, en einnig má rekja ráðherraábyrgð til þingræðisreglunnar sem er eitt af höfuðeinkennum íslenskrar stjórnskipunar. Í þessari ritgerð verður fyrst og fremst farið yfir ráðherraábyrgð hér á Íslandi. Til þess að átta sig á hvað hugtakið ráðherraábyrgð felur í sér verður gert grein fyrir helstu einkennum stjórnskipunar á Íslandi, þingræði og skipting ríkisvaldsins. Einnig er skýrt frá ráðherrum almennt og fjallað um landsdóm. Öllum þessum umræðuefnum eru gerð skil með tilliti til laga og umfjöllunar fræðimanna um þau lög, er varða þau efni.
    Seinasti kafli fyrir lokaorð fjallar um fyrsta landsdómsmál sem höfðað er hér á Íslandi. Því verður þessi kafli nokkuð fyrirferðamikill í ritgerðinni. Þar er gert grein fyrir helstu niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og þingsályktunartillögu um málshöfðun gegn ráðherrum. Niðurstöður þessarar umfjöllunar um ráðherraábyrgð eru þær að þótt aldrei hafi reynt á ákvæði laga um ráðherraábyrgð, eru þörf á slíkum lögum til að veita ráðherrum aðhald við embættisrekstur sinn.

Samþykkt: 
  • 4.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9693


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ráðherraábyrgð.pdf356.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna