ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9694

Titill

Hversu áreiðanlegur er vitnisburður þegar á reynir?

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þau úrræði sem til eru um áreiðanleika vitna. Þó svo að miklar framfarir hafi orðið á sviði réttarsálfræðinnar á síðustu tveim áratugum er ýmislegt sem betur mætti fara. Eitt af því sem vestræn réttarkerfi byggjast á er að hægt sé að nota vitnisburð sjónarvotta að atburðum, en rannsóknir sýna að margt kemur í veg fyrir að vitnisburðurinn sé áreiðanlegur. Hingað til hafa allar rannsóknir á áreiðanleika vitna og aðferðum við að varðveita slíkan vitnisburð verið gerðar af sálfræðingum og verið birtar í sálfræðitímaritum. Skort hefur á að lögfræðingar og sálfræðingar vinni saman að þessum rannsóknum svo réttarkerfið dragist ekki aftur úr þróuninni sem hefur orðið á sviði réttarsálfræðinnar. Fjallað er um vitni og vitnisburð sem og helstu þætti sem líklegir eru að hafa áhrif á það. Einnig er fjallað um falskar játningar og helstu ástæður þess að þær eiga sér stað yfirhöfuð og þær yfirheyrsluaðferðir sem taldar eru koma í veg fyrir slíkt. Fjölmargar rannsóknir á sviði réttarsálfræðinnar eru yfirfarnar og niðurstöður þeirra eru útskýrðar. Niðurstaða þessarar ritgerðar, ásamt fleiri atriða, er að yfirheyrslur eru mikilvægt verkfæri í rannsókn sakamála og að þörf er á úrbætum þegar kemur að kennslu og þjálfun þeirra sem aðila sem sjá um yfirheyrslur.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
4.7.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BAritgerð.pdf553KBLokaður Heildartexti PDF