ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9716

Titill

Námsefni í listasögu fyrir grunnskóla

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Verkefni þetta er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2011. Meginviðfangsefnið er námsefni í listasögu með áherslu á verklega þætti. Verkefnið skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er greinargerð, þar sem meðal annars er yfirlit yfir það námsefni sem til er í myndmennt á íslensku og það sem fjallar um listasögu. Skoðað er hvernig það námsefni mætir kröfum Aðalnámskrár í verklegri listasögu.
Í seinni hlutanum er frumgerð að námsefni. Viðfangsefnið er verklegt námsefni í listasögu sem er unnið út frá listastefnu. Námsefnið er útfært með fjölbreyttum kennsluaðferðum til að mæta þörfum ólíkra nemenda. Það líkan sem var lagt til grundvallar má auðveldlega aðlaga að kennslu í öðrum listastefnum. Námsefninu fylgja leiðbeiningar fyrir kennara, umfjöllun um listastefnu, vinnulýsing fyrir nemendur og matsblað.

Samþykkt
4.7.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Námsefni í listasö... .pdf5,31MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna