is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9724

Titill: 
  • Aukin gæði náms í leikskóla : góðir hlutir gerast hægt... og festast þá í sessi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn á árangri og festingu þróunarverkefnisins Aukin gæði náms – AGN, sem unnið var í leikskólanum Tröllaborgum á Akureyri árin 2005–2007. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða árangur varð af verkefninu þá, hvort tekist hafi að halda þeim árangri fram til dagsins í dag og hvað varð til þess. Sagt er frá AGN-skólaþróunarlíkaninu og hvað talið er þurfa til að ná árangri í skólaþróun. Leitað var til starfsmanna leikskólans til að fá álit og mat á AGNinu, árangri þess og festingu í starfi leikskólans. Kannað var hvort starfsmenn teldu vinnubrögð AGNsins virk í starfi leikskólans í dag, hvernig það birtist í daglegu starfi og hvaða viðhorf starfsmenn hefðu til áframhaldandi starfs á forsendum AGNsins.
    Rannsóknin er eigindleg og settir voru upp rýnihópar meðal starfsmanna. Óformleg og hálfopin viðtöl við rýnihópana urðu fyrir valinu þar sem stuðst var við viðtals- og spurningaramma með nokkrum opnum spurningum. Gögnum var safnað í leikskólanum auk þess sem skýrslur frá þróunarverkefninu voru nýttar sem rannsóknargögn.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar sýna að AGNið hefur náð að festast í sessi og skilað skólaþróun í þágu barnanna. Starfsmenn hafa eflst faglega og leikskólinn styrkst að sama skapi. Vinnubrögð AGNsins eru virk í daglegu starfi og viðhaldast með umræðum, verkefnum og dreifðri ákvarðanatöku. Helsti ávinningur leikskólans sem stofnun er aukin umræða, samheldni, virkni og þátttaka allra sem í skólanum starfa. Heilt yfir hefur leikskólinn styrkst og allir bætt við sig þekkingu og reynslu, bæði kennarar og ófaglærðir. AGNið hefur stuðlað að jafnræði innan starfsmannahópsins og fagmennska hefur aukist.
    Árangurinn hefur meðal annars viðhaldist vegna þess að stjórnendur, sem og aðrir starfsmenn, hafa fundið öryggi og vellíðan í vinnubrögðum AGNsins og því viljað viðhalda þeim í hugsun og verkefnum leikskólans. Dagleg umræða um AGN-vinnubrögðin og verkefnin innan leikskólans hafa orðið til þess að festa AGNið í sessi, það lifir í orðræðu og staðblæ skólans.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is about a research in the progress and fixation of the development project Improving the Quality of Education (IQE) that took place at Tröllaborgir pre-school in Akureyri in 2005–2007. The aim of the research was to examine what progress was made with the project at the time, whether that progress has been maintained up until today and what made that happen. The IQE model for school development is explained and what is thought to be needed to achieve progress in school development. Staff members at the pre-school were asked to evaluate and give their opinion on the IQE, its progress and fixation in the work of the pre-school. The staff was also asked whether they thought the work methods of the IQE were used at the pre-shcool today, how it mainfests itself in their day-to-day activities and what their attitude was towards continuing using the IQE principles in their work.
    This research is qualitative and staff members were divided into focus groups. Informal and semi-open interviews were conducted with the focus groups, with an interview- and questionnaire frame that contained a few open questions. Data was collected at the pre-shcool and reports from the development project were also used as research data.
    The main result of the research shows that the IQE has gained a fixed place in the practice at the pre-school and has improved school development for the benefit of the children. The staff has advanced in their professional capacity as well as the pre-school. The work methods of the IQE are actively used in daily activities and are maintained through discussion, projects and a shared responsibility for decision making. The greatest gain for the pre-shcool as an institution is an increased discussion, solidarity, activity and participation from everyone that works at the pre-shcool. Overall, the pre-school has grown in strength and everyone has improved their knowledge and experience, both teachers and the unskilled workers. The IQE has helped increase equality amongst members of staff and professionalism has increased.
    The progress has been maintained because the management, as well as other members of staff, have found security and wellbeing in the work methods of the IQE and have therefore wished to maintain them in thought and practice at the pre-school. A daily discussion about the IQE work method and the projects within the pre-shcool have resulted in the fixing in place of the IQE – it lives on in the discourse and the feel of the pre-school.

Samþykkt: 
  • 5.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9724


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heild AGN 15 mai.pdf621.34 kBOpinnPDFSkoða/Opna