is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9728

Titill: 
  • Þú þarft bara að sanna þig. : reynsla kvenna af námi og starfi sem telst óhefðbundið fyrir kyn þeirra - húsasmíði og tölvunarfræði.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er gerð grein fyrir rannsókn á reynslu kvenna sem stundað hafa nám sem ekki telst hefbundið fyrir kyn þeirra. Rannsóknin er eigindleg og byggir á femínískri rannsóknarnálgun þar sem stuðst er við aðferðir Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Markmið rannsóknarinnar var að auka skilning á upplifun og reynslu kvennanna m.a. með það í huga að vera innlegg í jafnréttisumræðu í samfélaginu í þeirri von að hægt væri að nýta niðurstöðurnar til að þróa jafnréttisstarf í skólum og atvinnulífi.
    Þátttakendur í rannsókninni voru alls átta. Fjórar konur sem lokið höfðu námi í húsasmíði og fjórar konur sem lokið höfðu námi í tölvunarfræði. Konurnar voru á aldrinum 26–36 ára þegar rannsóknin fór fram og meðalaldur þeirra var um 31 ár. Gögnum var safnað með samtals 10 samtölum við konurnar. Rannsóknin var framkvæmd út frá 12 meginþrepum í rannsóknarferli Vancouver-skólans þar sem leiðarljósið var að leita að rauðu þráðunum í reynslu meðrannsakenda.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru m.a. þær að konur sem stunda nám í karllægum greinum mæta gjarnan hindrunum en mismiklum þó eftir eðli þess náms sem þær stunda. Þannig urðu húsasmiðirnir sem sinna líkamlegri störfum meira varir við beina fordóma heldur en tölvunarfræðingarnir. Meðal tölvunarfræðinga finnst þó meiri verkaskipting milli kynjanna heldur en húsasmiðirnir upplifðu. Kynjakerfi Walby birtist í reynslu kvennanna en þær eiga þó allar sameiginlegt að hafa ögrað hinu félagslega yfirráðakerfi með námsvali sínu. Niðurstaðan er þó sú að kynjakerfið hafi ögrað þeim til baka með aðskilnaði og undirskipun svo sem verkaskiptingu, efasemdum um hæfni, launamuni og áreitni.
    Rannsóknin og niðurstöður hennar gefa gagnlegar vísbendingar um hvernig konurnar átta upplifðu nám og störf við tvær karllægar greinar og hvernig reynslu þær hafa öðlast. Reynsla kvennanna gefur innsýn í það að skoða þurfi ýmsa þætti bæði í skólum og atvinnulífi og bæta þar úr svo bæði kyn hafi jafna möguleika á því að spjara sig. Gagnsemi rannsóknarinnar er m.a. sú að hún sýnir fram á mikilvægi þess að skólakerfið sé meðvitað um stöðu kynjanna í samfélaginu almennt. Ekki er nóg að hvetja konur í karllægt nám ef skólakerfið er ekki tilbúið og kennarar ekki tilbúnir að treysta kvenkyns nemendum til að leysa þau verkefni sem fyrir þær eru lögð.

Samþykkt: 
  • 5.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9728


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimildaskrá.pdf40.24 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf11.11 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Þú þarft bara að sanna þig.pdf663.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna