ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9737

Titill

Hlutverk og skipulag forskólakennslu í tónlistaruppeldi barna á yngsta stigi grunnskóla

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Þessi rannsókn fjallar um hlutverk og skipulag forskólakennslu í tónlist á Akureyri. Samstarfið milli grunnskóla á Akureyri og Tónlistarskólans á Akureyri (TA) hefur staðið í um 15 ár og er forskólakennslan hluti af skólastundaskrá barna á yngsta stigi grunnskóla. Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn (e. case study).
Rannsóknin beindist að tveimur meginspurningum: Hvert er inntak og skipulag samstarfs Tónlistarskólans á Akureyri og grunnskóla á Akureyri um forskólakennslu á yngsta stigi grunnskóla? og Hvernig er hægt að þróa enn frekar samstarf tónlistarskóla og grunnskóla um umgjörð og innihald tónlistarforskóla?
Gagna varðandi fyrri spurninguna var aflað með hálfopnum spurningum í viðtölum við tvo starfandi forskólakennara, þrjá starfandi deildastjóra og einn starfandi skólastjóra. Úrtakið var valið úr tveimur grunnskólum og Tónlistarskólanum á Akureyri. Niðurstöður við fyrri rannsóknarspurningunni bentu til þess að hlutverk forskólakennslunnar á Akureyri væri skýrt og markvisst þar sem áhersla væri lögð á að börnin öðluðust jákvæða upplifun á tónlistarkennslu og prófuðu sig markvisst áfram í tónlistinni. Forskólakennarar nutu trausts í sínu starfi bæði innan veggja grunnskólanna og Tónlistarskólans á Akureyri. Niðurstöður sýndu einnig að skipulag forskólakennslunnar hafði dalað undanfarin ár og samskipti milli stofnana minnkað. Forskólakennarar óskuðu eftir auknum samskiptum sín á milli og við Tónlistarskólann á Akureyri.
Síðari spurningunni var svarað með áætlun um hvernig væri hægt að þróa betur það samstarf sem var til staðar milli stofnana. Áætlunin var sett fram í þremur hlutum. Fyrsti hlutinn fjallaði um skipulag og umgjörð samstarfs milli stofnana. Annar hlutinn fjallaði um móttöku nýrra forskólakennara sem sinntu kennslu úti í grunnskólum. Sá hluti var sniðinn fyrir utanaðkomandi kennara sem eru ekki beint hluti af starfsliði grunnskólanna. Í þriðja hlutanum var sett fram hugmynd að kennsluáætlun fyrir forskólakennslu yfir tveggja ára tímabil. Áætlunin var byggð á hugmyndum rannsakanda, viðtölum við þátttakendur og fræðilegum grunni ritgerðarinnar. Notkun hennar getur stuðlað að markvissara samstarfi og styrkt tengsl milli forskólakennara, grunnskóla og tónlistarskóla.

Athugasemdir
en

Verkefnið er lokað

Samþykkt
5.7.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Hjördís Eva - efni... .pdf23,7KBOpinn Efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Hjördís Eva - fylg... .pdf124KBOpinn Viðauki PDF Skoða/Opna
Hjördís Eva - heil... .pdf589KBLokaður Heildartexti PDF  
Hjördís Eva - heim... .pdf35,9KBOpinn Heimildaskrá PDF Skoða/Opna