is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/973

Titill: 
  • Félagakennsla : afrísk tónlist í íslenskum skóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um félagakennslu og samvinnunám í tenglsum við kennslu í framandi tónlist í Hafralækjarskóla í Aðaldal. Snemma árið 2003 heimsóttu sex norskar stelpur og héldu námskeið fyrir tuttugu og einn nemanda skólans. Stúlkurnar spila á hljóðfæri upprunnin í Zimbabwe, marimba og mbira. Athygli hefur vakið hve mikill árangur náðist á þessu námskeiði sem aðeins stóð í þrjá daga. Áhugi vaknaði á að leita svara við því hvað hefði gert þennan árangur svo góðan sem raun bar vitni.
    Í ritgerðinni er sögulegt og fræðilegt yfirlit um félagakennslu, þar sem greint er frá nokkrum rannsóknum á þessu sviði. Ennfremur er fjallað um eigindlega rannsókn, byggða á túlkandi fyrirbærafræði (Interpretative Phenomenological Analysis ) sem ætlað var að veita innsýn í reynslu nemenda. Tekin voru hálfopin viðtöl við sjö nemendur sem allir eru í sömu marimbasveit. Tilgangur viðtalanna var að fá innsýn í upplifun þeirra af því að læra af krökkum á svipuðum aldri og einnig af því að kenna síðan öðrum það sem þeir höfðu lært.
    Við greiningu viðtalanna kom í ljós að nemendurnir höfðu átt þrjá frábæra daga þar sem þeir skemmtu sér með norsku stúlkunum samhliða því að læra að spila nýja, skemmtilega og spennandi tónlist á framandi hljóðfæri. Nemendurnir voru á einu máli um að samskipti milli krakka á svipuðum aldri séu mun nánari og betri en milli barna og fullorðinna. Mikill áhugi vaknaði hjá nemendunum á námskeiðinu og hafa þeir stofnað eigin marimbasveit og spilað víða og eru orðin þekkt af því. Í viðtölunum kom fram að sjálfstraust þeirra hefur aukist og sjálfsmynd styrkst, ekki síst vegna aukinnar athygli.
    Það sem gerði þetta námskeið svona áhrifaríkt að mati nemenda var hvernig þessir þættir, áhugahvöt, gott andrúmsloft, góð samskipti og spennandi tónlist voru samofnir og sköpuðu réttu aðstæðurnar fyrir góðan árangur. Niðurstöður eru ræddar í tengslum við kenningar um félagakennslu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/973


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
felaga.pdf426.7 kBLokaðurFélagakennsla - heildPDF
felaga-e.pdf70.78 kBOpinnFélagakennsla - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
felaga-h.pdf103.97 kBOpinnFélagakennsla - heimildaskráPDFSkoða/Opna
felaga-u.pdf52.79 kBOpinnFélagakennsla - útdrátturPDFSkoða/Opna