is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9742

Titill: 
  • Sagan okkar : kennsluaðferð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Munnleg saga hefur öðlast meiri viðurkenningu innan sagnfræðinnar nú en áður. Munnleg saga gengur út á það að afla þekkingar í gegnum sögu fólks á lífi þeirra og liðnum atburðum.
    Í verkefninu er fjallað um munnlega sögu sem kennsluaðferð sem hægt er að nota í skólakerfinu. Verkefnið skiptist í kynningu á aðferðinni og merkingu hennar innan sagnfræðinnar en jafnframt verður greint frá kostum og göllum við notkun aðferðarinnar sem og samanburði á stöðu munnlegrar sögu og hvernig hún gæti tengst aðalnámskrá. Fjallað verður um mína eigin reynslu á munnlegri sögunotkun. Við gerð verkefnisins ræddi ég við reynda kennara og mun ég fjalla um niðurstöður þeirra viðtala. Í lok verkefnisins verða teknar saman helstu niðurstöður.
    Niðurstaða mín er sú að munnleg sögukennsla sé góður kostur er viðkemur kennslu. Einnig samræmist hún vel markmiðum aðalnámskrá vegna þess að hægt er að nálgast kennsluna á fjölbreyttan hátt. Mín reynsla er sú að kennarar sem ekki nýta sér munnlegu söguaðferðina þekkja hana ekki nógu vel og eru búnir að ákveða að hún sé tímafrek kennsluaðferð. Þeir sem ætla aftur á móti að nýta sér aðferðina þurfa að vera vel skipulagðir, úrræðagóðir og tilbúnir að tileinka sér fjölbreytta kennlsuhætti.
    Nýta má þessa aðferð samhliða hefðbundnum kennslubókum. Þessi aðferð gefur nemendum tækifæri til þess að virkja þá í því að rannsaka, túlka, afla frumheimilda og jafnvel skapa sitt eigið verkefni.

Samþykkt: 
  • 5.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9742


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SagaSGE (2) (1).pdf347.6 kBLokaðurHeildartextiPDF