ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9748

Titill

Útivist og afþreying í Hornafirði

Skilað
Janúar 2011
Útdráttur

Verkefnið ber heitið Útivist og afþreying í Hornafirði. Í bæklingnum er lýsing á svæðinu og hugmyndir að afþreyingu fyrir fjölskyldur sem hvort heldur dvelja í Hornafirði í fríi eða þær sem búa á svæðinu. Í bæklingnum má finna lýsingar á því hvernig hægt er að komast á staðinn auk upplýsinga um staðhætti. Auk þess lýsing á hvað er á staðnum og hugmyndir að heppilegum leikjum á hverjum stað fyrir sig eða annarskonar afþreyingu. Margir fallegir staðir eru í nálægð við Höfn en þeir staðir sem urðu fyrir valinu eru einkar aðgengilegir og heppilegir fyrir fjölskyldur með börn á öllum aldri. Þeir staðir sem ég valdi eru Einarslundur, Vestrahorn, fossinn Mígandi, Haukafell og Jökulsárlón. Staðirnir eru misjafnir og því fjölbreytt val afþreyingu í boði, allir eiga þeir það sameiginlegt að vera aðgengilegir. Það er í raun bara spurningin um að láta ímyndunaraflið ráða.
Verkefnið er hugsað á þann hátt að foreldrar geta farið á staði við Hornafjörð með börn sín og átt góðan dag saman. Fólk þarf ekki að þekkja staðhætti þar sem fram kemur leiðarlýsing í bæklingnum og ættu því allir að geta fundið staðsetningarnar vandkvæðalaust. Lýsing er á hverjum stað fyrir sig og hugmynd að afþreyingu sem miðast við að börnin læri eitthvað nýtt í gegnum formlaust nám (e. informal education) . Með því er átt við að þau læri í gegnum reynslu/upplifun en með foreldra eða forráðamenn sína með sér sem einskonar leiðbeinendur.

Samþykkt
7.7.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
útivist&afþreying-... .pdf7,38MBOpinn Bæklingur PDF Skoða/Opna
útivist&afþreying-... .pdf290KBOpinn Greinargerð PDF Skoða/Opna