ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9750

Titill

Fjölmenning í barnabókum

Skilað
September 2009
Útdráttur

Ritgerð þessi er bæði heimildaritgerð og rannsókn í senn og fjallar um fjölmenningu
í barnabókum sem ætlaðar eru börnum á leikskólaaldri. Markmið ritgerðarinnar var
að svara þremur rannsóknarspurningum; Hvaða þýðingu hafa fjölmenningarlegar
barnabækur í nútíma samfélagi? Hverjar eru birtingarmyndir fjölmenningar í
barnabókmenntum fyrir börn á leikskólaaldri, sem gefnar voru út á árunum 2000-
2008?; og er munur á barnabókum eftir íslenska og erlenda höfunda hvað varðar
sýnileika annarra litarhátta en þess hvíta? Innihald ritgerðarinnar hentar einna helst
foreldrum og starfsmönnum uppeldisstofnanna, en þó getur hver sem er haft gagn
og gaman að því að glugga í hana.
Fræðilegi hluti ritgerðarinnar skiptist í þrjá kafla; Fjölmenning,
Barnabókmenntir og Fjölmenning í barnabókmenntum. Þessum kafla er ætlað að
svara fyrstu rannsóknarspurningunni, en niðurstöður bentu til að þýðing
fjölmenningarlegra bóka væri mikil í nútímasamfélagi, til dæmis í leikskólum þar
sem jafnt verður að koma fram við öll börnin.
Seinni hluti ritgerðarinnar er rannsóknarhlutinn. Valdar voru hundrað bækur
af handahófi í barnadeild Borgarbókasafns Reykjavíkur í ágúst 2009, barnabækur
fyrir leikskólabörn sem voru gefnar út á árunum 2000-2008 á Íslandi. Hann
skiptist, líkt og sá fræðilegi í þrjá meginhluta; Rannsóknaraðferð, Úrvinnsla gagna
og Niðurstöður. Þessi hluti er gerður með það að markmiði að svara
rannsóknarspurningum númer tvö og þrjú. Niðurstöður leiddu í ljós að
birtingarmyndir í íslenskum barnabókum fyrir börn á leikskólaaldri eru af afar
skornum skammti og að erlendir höfundar eru líklegri en íslenskir til að sýna annan
litarhátt en hvítan.
Að lokum er samantekt og umræða þar sem efni ritgerðarinnar er dregið
saman og niðurstöður ræddar. Í lokin verða svo settar fram okkar hugmyndir og
þankagangur eftir skrifin.

Samþykkt
8.7.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerðin í pdf.pdf480KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna