is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9757

Titill: 
  • Áhrifaþættir fasteignaverðs
  • Titill er á ensku Factors that influences real estate prices
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Megin viðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða og gera grein fyrir þeim þáttum sem almennt eru taldi hafa áhrif á fasteignaverð. Við vinnslu efnis notaði höfundur m.a. talnaefni frá Hagstofu Íslands, frá Þjóðskrá og Seðlabanka Íslands.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær, að almennt hafa þættir eins og aðgengi að fjármagni, kaupmáttur launa, verðbólga og vextir áhrif á eftirspurn eftir húsnæði og þróun verðs á fasteignamarkaði. Frá árinu 2004 til 2007 voru allir þessir þættir mjög hagstæðir íbúðarkaupendum sem varð til þess að eftirspurn jókst mjög hratt. Í kjölfar bankahrunsins og versnandi efnahags hefur dregið verulega saman í eftirspurn eftir húsnæði.
    Það sem helst ræður verði á fasteignamarkaði í dag að mati höfundar, er sú staðreynd að u.þ.b. helmingur allra íbúða er yfirveðsettur, sem veldur því að verðinu er haldið of háu miðað við eftirspurn. Nú þegar ríkisstjórnin hefur tilkynnt að niðurfelling skulda á fasteignum verði einungis niður að 110% þá er líklegt að fleiri eigi eftir að gefast upp á að borga af eignum sínum og þær muni þá lenda í höndum lánardrottna. Þess vegna telur greinahöfundur að ef ekki koma til afgerandi breytingar á væntingum almennings sé ekki ólíklegt að verð á fasteignum eigi eftir að lækka meira þar til jafnvægi kemst á eftirspurn og framboð.

Samþykkt: 
  • 26.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9757


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_rafrænskil.pdf851.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna