ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Viðskiptadeild>Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9762

Titlar
  • Staða íslenskra bænda eftir inngöngu í Evrópusambandið

  • en

    Icelandic farmers – prospect after joining the EU

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru íslenskir nautgripa – og sauðfjárbændur. Reynt er að varpa ljósi á það hver staða þessara bænda getur orðið ef til inngöngu Íslands í Evrópusambandið kemur. Til þess er stuðst við útgefnar greinar og bækur sem og önnur gögn sem geta hjálpað til við að varpa ljósi á þetta efni. Eins eru nýttar tölulegar upplýsingar varðandi þróun búskapar og landbúnaðarframleiðslu, bæði hér á landi sem og í viðmiðunarlöndum. Gerð er grein fyrir landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, uppbyggingu hennar, fyrri breytingar skoðaðar sem og breytingar sem Evrópusambandið stefnir á að gera á næstu árum. Einnig er sá stuðningur sem íslenskum bændum stæði til boða innan landbúnaðarstefnunnar greindur. Farið er yfir þá þróun sem orðið hefur á Íslandi undafarna áratugi í sveitum landsins m.t.t fjölda býla, fækkun starfa ásamt því sem neysluvenjur Íslendinga er skoðaðar. Sérstaða íslensks landbúnaðar er rædd og til samanburðar er reynsla Finna eftir inngöngu í Evrópusambandið könnuð. Helstu niðurstöður eru þær að til þess að staða bænda yrði viðunandi eða góð þyrftu bændur og samtök bænda að vinna með opnum huga að þeim breytingum sem aðild að Evrópusambandinu hefði í för með sér. Sá samningur sem gerður yrði á milli Íslands og Evrópusambandsins þyrfti einnig að vera þannig úr garði gerður að í honum væri sá falinn sá hvati sem bændur þurfa til þess að aðlagast breyttum áherslum í landbúnaði. Sá hvati liggur í sóknartækifærum sem bændum eru boðin og möguleikar til þess að keppa á jafnréttisgrundvelli.

Samþykkt
27.7.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Staða íslenskra bæ... .pdf799KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna