is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9766

Titill: 
  • Sameining Fasteignaskrár Íslands og Þjóðskrár í Þjóðskrá Íslands
  • Titill er á ensku Merging Fasteignaskrá Íslands and Þjóðskrá into new institute
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er hvernig til tókst með sameiningu tveggja ríkisstofnanna sem ákveðin var með lögum á Alþingi 15. júní 2010. Stofnanirnar eru Fasteingaskrá Íslands og Þjóðskrár og voru þær sameinaðar í stofnun sem hlaut nafnið Þjóðskrá Íslands. Tilgangur ritgerðarinnar var að rannsaka hvort dómsmála- og mannréttindaráðuneytið og umræddar stofnanir hafi notfært sér viðurkenndar aðferðir breytingastjórnunar við sameininguna.
    Rannsóknarhluti ritgerðarinnar fólst í því að tekin voru djúpviðtöl við stjórnendur breytingaferilsins og einnig var stuðst við aðrar heimildir. Til samanburðar er fjallað um átta þrepa breytingastjórnunarferli sem John P. Kotter setti fram og mat lagt á það hvernig vinna við sameininguna féll að því ferli.
    Helstu niðurstöður eru þær að vinna dómsmála- og mannréttindaráðuneytis fellur nokkuð að átta þrepa breytingastjórnunarferli Kotters þótt ýmsu sé ábótavant. Helst má gagnrýna hraða breytinganna og að starfsfólk stofnana sem um ræðir hafði lítið að segja í undirbúningsvinnunni sem endurspeglast í þeirri andstöðu sem breytingarnar mættu.
    Ritgerðin leiðir í ljós að fræðsla og virkni starfsmanna er nauðsynlegur þáttur í breytingaferlinu sem er grundvöllur þess að vel takist til í breytingum skipulagsheilda enda um að ræða sameiningu þekkingarfyrirtækja sem reiða sig á mannauðinn

Athugasemdir: 
  • Athugasemdir er á óskilgreindu tungumáli Ritgerðin er lokuð
Samþykkt: 
  • 28.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9766


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Guðný_Ólafsdóttir.pdf1.58 MBLokaðurHeildartextiPDF