ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/977

Titill

Jarðvísindakennsla í grunnskólum

Útdráttur

Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.- prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri, vormisseri 2004. Fyrst er gerð athugun á Aðalnámskrá grunnskóla sem kom út árið 1999, einkum þó jarðvísindum og landafræði í 7. -9. bekk og kannað hvort skörun sé á milli þessara tveggja námsgreina. Helstu niðurstöður eru að töluverð skörun er á milli námsgreinanna tveggja og hjá henni yrði komist ef hluti landafræðinnar, þ.e. náttúrufræðahlutinn, yrði kenndur með jarðvísindunum.
Síðan er allt tiltækt námsefni fyrir þennan aldur skoðað. Bæði er skoðað námsefni sem komið hefur út fyrir og eftir gildistöku námskrárinnar með það að leiðarljósi að komast að því hvort námsefni vantar til kennslu í jarðvísindum fyrir nemendur í 7. -9. bekk. Í ljós kom að heildstætt námsefni í jarðvísindum hefur ekki komið út eftir að nýja námskráin tók gildi. Námsefni, sem gefið var út fyrir gildistöku námskrárinnar, er ekki nægjanlegt til þess að ná öllum þeim markmiðum sem sett eru í námskránni. Þessar niðurstöður sýna að semja þarf nýtt námsefni í jarðvísindum.
Hugmyndir að nýju námsefni fyrir 7. – 8. bekk í jarðvísindum eru settar fram og drög gerð að þemaheftum í faginu. Hentugast þykir að setja fram nýtt námsefni í formi þemahefta. Þau hafa þann kost að þau eru yfirleitt stutt og geta verið mörg og fjölbreytileg. Þemahefti gera kennurum kleift að útfæra kennslu og námsmat á margan hátt og eru því liður í því að auðga kennsluna. Auðveldara ætti að vera að fá færa einstaklinga til þess að skrifa þemahefti um afmarkað efni heldur en heila bók sem spannar meira efni. Tillögur um eitt þemahefti um jarðhita og jarðhitanýtingu eru útfærðar nánar og mætti nota þau sem drög aðnýrri kennslubók.
Í lokin eru settar fram hugmyndir að kennsluleiðbeiningum sem fylgja eiga námsefninu. Þessar hugmyndir eru samdar eftir gátlista Námsgagnastofnunar og hentugast þykir að birta þær á veraldarvefnum.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2004


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
jardvis.pdf679KBTakmarkaður Jarðvísindakennsla í grunnskólum - heild PDF  
jardvis_e.pdf166KBOpinn Jarðvísindakennsla í grunnskólum - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
jardvis_h.pdf107KBOpinn Jarðvísindakennsla í grunnskólum - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
jardvis_u.pdf113KBOpinn Jarðvísindakennsla í grunnskólum - útdráttur PDF Skoða/Opna