ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Viðskiptadeild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9793

Titill

Stefnumiðað árangursmat : hvaða lærdóm má draga af notkun stefnumiðaðs árangursmats hjá Landspítala-háskólasjúkrahúsi?

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Ein helsta aðferðafræðin sem hjálpar stjórnendum skipulagsheilda við að móta, innleiða, miðla og fylgjast með framgangi stefnu, með hjálp mælinga til að meta árangur, nefnist stefnumiðað árangursmat (Stjórnvísi, e.d.). Landspítali − háskólasjúkrahús hefur lagað þessa aðferðafræði að sínum þörfum til að miðla stefnu til starfsmanna. Þessari rannsókn er ætlað að varpa ljósi á hvaða lærdóm megi draga af notkun stefnumiðaðs árangursmats hjá Landspítala − háskólasjúkrahúsi og til þess er notuð SVÓT-greining. Niðurstöðurnar eru bornar saman við niðurstöður úr sænskri rannsókn sem framkvæmd var af Lars-Göran Aidemark (2001), sem einnig notar SVÓT-greiningu. Helstu niðurstöður verkefnisins eru að mikill samhljómur er með rannsókn Aidemark (2001) hvað varðar styrkleika og tækifæri við notkun aðferðafræðinnar en hins vegar eru niðurstöður rannsóknarinnar ekki samstiga niðurstöðum Aidemark varðandi ógnanir og veikleika. Litið er til bandarískrar tilviksrannsóknar (e. case study) sem framkvæmd var af Gumbus, Bellhouse og Lyons (2003) og fjallar um lærdóm af innleiðingu aðferðafræðinnar á Bridgeport-sjúkrahúsinu. Samræmi var í niðurstöðum rannsóknarinnar um að virkja þyrfti alla starfsmenn í að tileinka sér aðferðafræðina, einn einstaklingur gæti ekki átt allt ferlið og að allar víddirnar þyrftu að vera í jafnvægi.

Athugasemdir

Viðskiptafræði

Samþykkt
2.8.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
LSH_stefnumidad_ar... .pdf11,3MBLokaður Heildartexti PDF