ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Viðskiptadeild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9797

Titill

Áhrif vörumerkja á neytendur á íslenskum sódavatnsmarkaði

Leiðbeinandi
Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Þessi rannsókn fjallar um áhrif vörumerkja á neytendur á íslenska sódavatnsmarkaðnum. Vörumerkin Egils Kristall og Toppur verða rannsökuð. Við rannsóknina var notaður flaggskipsdrykkur beggja vörumerkja, Kristall sítrónu og Toppur sítrónu. Með framkvæmd tveggja bragðsmakkana, fyrst blindrar og svo þar sem þátttakendur vissu hvað þeir voru að drekka, var markmiðið að athuga hvort þátttakendur myndu sýna mun á mati milli smakkana með tilliti til hvaða vöru þeir myndu kaupa inn. Þátttakendur voru 67 talsins, 47 karlar og 20 konur. Flestir þátttakendur voru á aldursbilinu 21-30 ára. Tilgátur höfunda voru að munur yrði á mati drykkjanna milli bragðsmakkana og að tryggð þátttakenda við vörumerki myndi leiða til hærri einkunna viðkomandi vörumerkis frá blindsmökkun til seinni smökkunar. T-dreifing var notuð við að fá niðurstöður. Þær sýndu að fyrri tilgátan stóðst þar sem munur var á báðum drykkjum frá blindsmökkun til seinni smökkunar. Seinni tilgátan stóðst með Kristal en stóðst ekki með Topp. Það sýnir að þeir sem kjósa Kristal við innkaup eru tryggari sinni vöru og meira litaðir af sterkari vöruímynd Kristals heldur en þeir sem kjósa Topp.

Athugasemdir

Viðskiptafræði

Samþykkt
2.8.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Áhrif vörumerkja á... .pdf1,42MBOpinn  PDF Skoða/Opna

Athugsemd: Rannsóknin er trúnaðarmál til 17. maí 2016