ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9807

Titill

Samræming atvinnu og fjölskyldulífs hjá stjórnendum í íslenskum fyrirtækjum

Skilað
Ágúst 2011
Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar var að fjalla um samræmingu atvinnu og fjölskyldulífs hjá íslenskum stjórnendum. Borin var saman staða karla og kvenna og kannað hvort kynbundinn munur reyndist vera á verkaskiptingu heimilisstarfa og umönnun barna. Notast var við rafrænan spurningalista og hann sendur á 834 einstaklinga sem sinna stöðu forstjóra, forstöðumanns, framkvæmdastjóra og næstráðanda í einkafyrirtækjum og opinberum stofnunum. Helstu niðurstöður voru þær að stjórnendur með börn á heimilinu og þeir stjórnendur sem vinna um 50 klukkustundir eða lengur á viku eiga erfiðara með að samræma atvinnu og fjölskyldulíf en þeir sem ekki hafa börn á heimilinu eða vinna styttri vinnutíma. Einnig bentu niðurstöður til þess að konur bæru meginþungann af umönnunar- og heimilisstörfum. Þegar skoðaður var kynbundinn munur varðandi álag reyndist ekki mikill munur á svörum kynjanna. Konur svöruðu þó oftar en karlmenn að þær væru frá vinnu vegna veikinda og að þær mættu veikar til vinnu vegna álags.

Samþykkt
3.8.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA- ritgerð.pdf649KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna