ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/981

Titill

Mikilvægi tónlistar

Útdráttur

Tónlist er hluti af manneskjunni, meðvitað og ómeðvitað. Þar má nefna sem dæmi hrynjanda líkamans, taktinn í fótataki okkar, röddina og hjartsláttinn. Allt þetta er hluti af tónlist sem er manninum meðfædd. Það eru meðfædd tengsl á milli tónlistar og þess að lifa sem manneskja. Tónlist hefur áhrif á alla. Tungumál tónlistarinnar er skiljanlegt öllum, hvar sem er í heiminum.
Í ritgerð þessari er fjallað um tónlist í ljósi fjölgreindarkenningu Howards Gardners og hvernig hægt er að vinna með þær í kennslu. Gardner heldur því fram með kenningu sinni að allir búi yfir mörgum tegundum greindar, það sé einstaklingsbundið hjá hverjum og einum hvar hæfileikar hans liggja. Nálgast þarf barnið á forsendum þess í tónlistarkennslu eins og í allri kennslu almennt. Það er mikilvægt fyrir kennara að vita hvar hæfileikar nemanda hans liggja og leggja námsefnið þannig fyrir hvern og einn að viðfangsefnið höfði til hans. Gott væri að tengja fögin sem kennd eru meira saman, mynda flæði á milli bóklegra- greina og listgreina og kenna út frá fjölgreindakennigu Gardners. Með þetta að leiðarljósi í allri kennslu er hægt að ná til flestra nemenda á þeirra forsendum, nýta styrk einstaklingsins til að vinna með veikleika hans.
Farið er yfir í nokkrum orðum hver staða tónlistarkennslu er í dag í grunnskólum landsins. Leiðirnar í tónlistarkennslu eru margar og margvíslegar, í ritgerðinni eru settar fram nokkrar leiðir sem hægt er að fara í tónlistarkennslu inn í leikskóla.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2004


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
mikilvton-e.pdf101KBOpinn Mikilvægi tónlistar - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
mikilvton-h.pdf115KBOpinn Mikilvægi tónlistar - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
mikilvton-u.pdf48,1KBOpinn Mikilvægi tónlistar - útdráttur PDF Skoða/Opna
mikilvton.pdf436KBTakmarkaður Mikilvægi tónlistar - heild PDF