is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9813

Titill: 
  • Akkeri á fasteignamarkaðnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ljósi rannsókna nóbelsverðlaunahafanna Kahneman og Tversky og fleiri á áhrifum viðmiða á skynjun er áhugavert að skoða áhrif fyrsta tilboðs (akkeris) á endalegt verð við kaup og sölu fasteigna. Í fasteignaviðskiptum er það venjan að seljandinn leggi fram fyrsta tilboð eða „setji út akkeri“, eins og það er jafnan kallað af þeim sem stunda rannsóknir í samningatækni. Markmiðið þessarar ritgerðar er meðal annars að skoða hvort almenningur og fasteignasalar eða sölufulltrúar verði fyrir áhrifum af fyrsta tilboði (akkeri) við verðmat á fasteignum. Rannsóknir hafa sýnt mikil áhrif ásetts verðs, bæði á þann sem gerir tilboð og endanlegt samningsverð. Tilhneigingin er sú að ásett verð verði viðmið þegar samið er um verð á fasteign og lokaniðurstaða verði oft mjög nálægt viðmiðunarverðinu.
    Í Rannsókn 1 fékk rannsakandi nemendur í Háskólanum í Reykjavík (sem fulltrúa almennings) og fasteignasala/sölufulltrúa til þess að verðmeta íbúð. Niðurstöður þessara rannsókna sýna að akkeri virðist hafa mikil áhrif á fólk við verðmat á fasteignum. Þessi rannsókn sýnir að þeir sem fengu uppgefið hátt ásett verð töldu að fasteignin væri meira virði en þeir sem fengu uppgefið lágt ásett verð. Nánast allir fasteignasalar/sölufulltrúar neita því að verðið sem þeir fengu uppgefið í rannsókninni hefði haft áhrif á verðmat þeirra, þrátt fyrir að niðurstöður rannsóknarinnar gefi annað til kynna.
    Í Rannsókn 2 var borið saman hvort það fengist hærra eða lægra verð fyrir eign, þar sem annars vegar var óskað eftir tilboði og hins vegar þar sem ásett verð var uppgefið. Einnig var athugað hvort fasteignasalar verðmeti sína eigin eign hærra heldur en fyrir viðskiptavini. Niðurstöður sýna að það sé ekki munur á hvort þeir verðmeti sína eigin eign á hærra virði heldur en fyrir viðskiptavini.
    Í Rannsókn 3 var skoðað hvers konar fasteignir er um að ræða þegar óskað er eftir verðtilboðum í fasteignaauglýsingum. Einnig var athugað hvort fjölgun auglýsinga verði á fasteignum þar sem óskað er eftir verðtilboðum í efnahagskreppu þegar óvissa er um markaðsvirði eigna. Niðurstöður sýna að það verður fjölgun auglýsinga á fasteignum, þar sem óskað er eftir tilboðum í efnahagskreppu.
    Af niðurstöðum þessara þriggja rannsókna má leiða sterkar líkur að því að ásett verð hafi veruleg áhrif á skynjun kaupenda á virði eigna, að seljendur treysti sér síður til þess að setja verð á eignir þegar óvissa er um efnahagsástand og markaðsvirði.

Samþykkt: 
  • 3.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9813


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thorgeir_simonarson_Akkeri_a_fasteignamarkadi.pdf2.24 MBLokaðurPDF