ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Viðskiptadeild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9815

Titill

Experience Iceland: Viðskiptaáætlun

Leiðbeinandi
Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Ímynd Íslands hefur beðið hnekki undanfarið ár sem og ferðaiðnaður landsins í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Því er enn mikilvægara en áður að nýta þau verðmæti sem Ísland hefur upp á að bjóða. Markmið þessarar B.Sc. ritgerðar var að athuga fýsileika nýrrar viðskiptahugmyndar á sviði landkynningar fyrir Ísland. Í aðdraganda verkefnisins var farið í ítarlega heimildaleit ásamt því að gerð var eigindleg rannsókn verkefninu til stuðnings.
Fræðilegi hluti ritgerðarinnar leggur grunn að þáttum sem styrkja fýsileika hugmyndarinnar. Farið var í efni eins og ímynd Íslands, markaðssetningu landsins hingað til, Ísland sem áfangastað og nýjar leiðir í markaðssetningu. Upp frá fræðilegri upplýsingaöflun var unnin viðskiptaáætlun samkvæmt hugmyndargrunni frá eigendum hugmyndarinnar, Árna Árnasyni og Þorsteini Erni Guðmundssyni. Viðskiptaáætlunin gefur greinagóða lýsingu á hugmyndinni ásamt markaðsgreiningu sem framkvæmd var til þess að svara spurningunni um það hvort markaður sé til staðar fyrir starfsemi af þessu tagi. Sett var fram sölu- og fjárhagsáætlun ásamt SVÓT- og núllpunktsgreiningu við fýsileikaathugun sem og framkvæmdaáætlun og lykilatriði til árangurs í framkvæmd hugmyndarinnar.
Fræðilegar heimildir gefa grundvöll fyrir því að mögulegt sé að framkvæma þessa hugmynd til landkynningar. Niðurstöður úr eigindlegri rannsókn og greiningum í viðskiptaáætlun gefa einnig staðfestu á að til sé markaður fyrir slíka hugmynd erlendis. Skoðun höfunda, byggð á niðurstöðum, er sú að tækifæri til landkynningar eru fjölmörg og full ástæða er til að ráðast í framkvæmd umræddar hugmyndar, þar sem hún er allt í senn frumleg, áhugaverð og vel framkvæmanleg.

Athugasemdir

Viðskiptafræði

Samþykkt
3.8.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Vidskiptaætlun_Exp... .pdf1,52MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna

Athugsemd: Trúnaðarmál