ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Viðskiptadeild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9823

Titill

Fákeppni á markaði íslensks millilandaflugs; orsakir og afleiðingar

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Í rannsóknarskýrslu þessari eru skoðaðar orsakir og afleiðingar þess að íslenskur flugmarkaður berst við fákeppnismyndun og hvernig hún kemur fram í verði á millilandaflugi Icelandair og Iceland Express. Verðsamanburður milli flugfélaganna var framkvæmdur, á öllum þeim mörkuðum sem þeir fljúga til, á fjórum tímum ársins. Markaðsstyrkur, Lerner vísitala, og markaðssamþjöppun, HHI stuðull, voru fundin fyrir bæði flugfélögin á öllum mörkuðum og skoðað sambandið þar á milli.
Töldu höfundar að á einokunarmörkuðum væri verð lægra heldur en á samkeppnismörkuðum. Einnig töldu höfundar að verð væri hærra á þeim mörkuðum sem markaðsstyrkur og markaðssamþjöppun er mikil. Helstu niðurstöður sýndu að báðar stærðir eru mjög háar á öllum mörkuðum þó ekki sé hægt að sjá mikla fylgni þeirra á milli. Á nokkrum mörkuðum mátti sjá hátt verð þegar árstíðabundin einokun var en lækkun þess þegar samkeppni kom á.

Athugasemdir

Viðskiptafræði

Samþykkt
3.8.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
gestur_og_petur_sk... .pdf1,76MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna