ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Viðskiptadeild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9824

Titill

Færni nýútskrifaðra viðskiptafræðinga

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hver af 15 færniatriðum eru mikilvægust fyrir nýútskrifaða viðskiptafræðinga og hvernig frammistaða þeirra er miðað við atriðin. Kannaður var munur á svörum tveggja hópa, nemenda á lokaári í viðskiptafræði á Íslandi annars vegar og stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum hins vegar og áttu báðir hóparnir að meta mikilvægi 15 færniatriða. Nemendur áttu að meta sína eigin frammistöðu en stjórnendur áttu að meta frammistöðu nýútskrifaðra viðskiptafræðinga. Tegund rannsóknarinnar var megindleg og var gagna safnað í formi spurningalista sem sendir voru til úrtaksins með tölvupósti. Stuðst var við kvótaúrtak og tóku 172 stjórnendur þátt og 50 nemendur. Höfundar settu fram fimm tilgátur og voru þær eftirfarandi: (1) Munur er á svörum nemenda og stjórnenda hvað varðar mikilvægi. (2) Munur er á svörum nemenda og stjórnenda hvað varðar frammistöðu. (3) Munur er á svörum nemenda hvað varðar mikilvægi og frammistöðu. (4) Munur er á svörum stjórnenda hvað varðar mikilvægi og frammistöðu. (5) Munur er á svörum nemenda og stjórnenda um hversu tilbúnir nýútskrifaðir viðskiptafræðingar eru til að takast á við atvinnulífið að námi loknu. Helstu niðurstöður sýna að munur er á svörum nemenda og stjórnenda um frammistöðu á öllum atriðum nema tveimur. Einnig kom í ljós tölfræðilegur munur á svörum stjórnenda á mikilvægi og frammistöðu færniatriðanna 15.
Lykilorð: nýútskrifaðir viðskiptafræðingar, færni, mikilvægi, frammistaða, háskólar, atvinnulíf, nemendur, stjórnendur.

Athugasemdir

Viðskiptafræði

Samþykkt
3.8.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Færni_nýútskrifaðr... .pdf2,37MBLokaður Heildartexti PDF