ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Viðskiptadeild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9825

Titill

Vilji íslenskra neytenda til kaupa á umhverfisvænum vörum og traust þeirra til umhverfisstarfsemi íslenskra fyrirtækja

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Í þessari ritgerð er fjallað um ýmsa þætti er snerta umhverfið; svo sem neytendur umhverfisvænna vara, markaðssetningu á umhverfisvænum vörum og fyrirtæki sem eru umhverfisvæn. Litið er til ýmissa rannsókna sem gerðar hafa verið á þessum málefnum. Í tengslum við þessa ritgerð var gerð rannsókn á íslenskum markaði þar sem viðhorf íslenskra neytenda var kannað í garð umhverfisvænna vara og fyrirtækja. Úrtak rannsóknarinnar var 510 manns, 64,5% konur og 35,5% karlar. Rannsóknin var megindleg og var í formi spurningakönnunar sem aðeins var aðgengileg þátttakendum í gegnum veraldarvefinn. Við túlkun á niðurstöðum kom í ljós að tilgáta 1 telst sönn, en svarendur sýndu vilja til að greiða hærra verð fyrir umhverfisvænar vörur. Tilgáta 2 telst ekki sönnuð, en ekki fengust nógu afgerandi niðurstöður að mati höfunda til að geta dregið ályktun um að neytendur beri traust til umhverfisstarfsemi íslenskra fyrirtækja.

Athugasemdir

Viðskiptafræði

Samþykkt
3.8.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Berglind Dögg Helg... . Sveinsson - B.Sc. - 2011.pdf1,25MBLokaður Heildartexti PDF