is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9825

Titill: 
  • Vilji íslenskra neytenda til kaupa á umhverfisvænum vörum og traust þeirra til umhverfisstarfsemi íslenskra fyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um ýmsa þætti er snerta umhverfið; svo sem neytendur umhverfisvænna vara, markaðssetningu á umhverfisvænum vörum og fyrirtæki sem eru umhverfisvæn. Litið er til ýmissa rannsókna sem gerðar hafa verið á þessum málefnum. Í tengslum við þessa ritgerð var gerð rannsókn á íslenskum markaði þar sem viðhorf íslenskra neytenda var kannað í garð umhverfisvænna vara og fyrirtækja. Úrtak rannsóknarinnar var 510 manns, 64,5% konur og 35,5% karlar. Rannsóknin var megindleg og var í formi spurningakönnunar sem aðeins var aðgengileg þátttakendum í gegnum veraldarvefinn. Við túlkun á niðurstöðum kom í ljós að tilgáta 1 telst sönn, en svarendur sýndu vilja til að greiða hærra verð fyrir umhverfisvænar vörur. Tilgáta 2 telst ekki sönnuð, en ekki fengust nógu afgerandi niðurstöður að mati höfunda til að geta dregið ályktun um að neytendur beri traust til umhverfisstarfsemi íslenskra fyrirtækja.

Samþykkt: 
  • 3.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9825


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind Dögg Helgadóttir - Sveinn J. Sveinsson - B.Sc. - 2011.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna