is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9835

Titill: 
  • Skattlagning atvinnurekstrar : áhrif skattareglna á val manna á félagaformi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um skattlagningu atvinnurekstrar og hvort og hvaða áhrif hún hefur á val manna á félagaformi. Fyrst er farið yfir hvað skattur sé og þróun skattkerfa skoðuð. Þá er
    atvinnurekstur og rekstrarkostnaður skilgreindur. Tilgreindar eru þær reglur sem gilda um skattlagningu einstaklingsrekstrar, einka- og hlutafélaga, samlagshlutafélaga, sameignarfélaga og
    samlagsfélaga. Skattlagningin er borin saman og vegið og metið hvað gæti helst haft áhrif á ákvörðun manna á félagaformi.
    Fjallað er sérstaklega um tvær skattalagabreytingar og áhrif þeirra. Fyrri breytingin, sem tók gildi í ársbyrjun 2002, er heimild til yfirfærslu einstaklingsrekstrar yfir í einkahlutafélag. Þeir sem voru meðmæltir þessari heimild töldu að einstaklingar í rekstri ættu að geta breytt um félagaform án þess að söluhagnaður yrði skattlagður líkt og gilti um skiptingu eða sameiningu annarra félagaforma. Þeir sem voru á móti heimildinni töldu að skattasniðganga myndi aukast í kjölfar hennar þar sem menn myndu færa launatekjur í búning fjármagnstekna í því skyni að
    greiða lægri skatt. Farið er yfir þessi rök og áhrif þessarar heimildar metin. Seinni lagabreytingin sem fjallað er um eru ný ákvæði í 11. gr. tekjuskattslaga um skattlagningu arðs en samkvæmt þeim ber móttakanda arðs í vissum tilfellum að greiða tekjuskatt af hluta hans. Tilgangur þessarar breytingar var að að koma í veg fyrir að menn greiddu sér lágmarkslaun en fengju síðan greiddan háan arð sem þeir greiddu einungis fjármagnstekjuskatt af. Farið er yfir helstu álitaefni sem gætu risið vegna þessara nýju ákvæða, m.a. hverjir falli undir hin nýju ákvæði, hvort þau séu afturvirk eða feli í sér mismunun. Skoðað er hvort vísbendingar séu um að menn muni breyta einkahlutafélögum í annars konar félagaform, t.d. samlagsfélög, í því skyni
    að lágmarka skattgreiðslur sínar en fyrst mun reyna á þessi nýju ákvæði við álagningu árið 2011.

Samþykkt: 
  • 3.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9835


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd_skattarettur_thjodhildur_thordardottir.pdf669.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna