is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9838

Titill: 
  • Öfugur samruni í kjölfar skuldsettrar yfirtöku : skattaleg áhrif og álitamál
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Til umfjöllunar í ritgerð þessari er viðskiptamódel sem beitt hefur verið í miklum mæli hér á landi sem og víðar undanfarin ár. Á Íslandi fór að bera á notkun módelsins upp úr seinustu
    aldamótum en upprunalega var farið að beita því í Bandaríkjunum á 8. áratug síðustu aldar. Er hér um að ræða samruna í kjölfar skuldsettrar yfirtöku.
    Með aðferðinni sem hér um ræðir er í raun verið að skuldsetja félög í rekstri fyrir kaupum á því sjálfu. Er þetta gert með því að setja á fót eignarhaldsfélag sem er látið yfirtaka
    rekstrarfélag með skuldsettum kaupum. Síðan er framkvæmdur svonefndur öfugur samruni þar sem eignarhaldsfélagið rennur inn í rekstrarfélagið. Með samrunanum færast allar eignir og skuldir eignarhaldsfélagsins inn í rekstrarfélagið. Eina eign eignarhaldsfélagsins er eignarhlutur í rekstrarfélaginu sem fellur niður við samrunann þar sem rekstrarfélagið getur
    ekki átt sig sjálft og eftir situr lánaskuldbindingin í rekstrarfélaginu sjálfu.
    Stærsti ávinningur þessarar aðferðar er sá möguleiki að draga vaxtagjöld vegna umræddra lánaskuldbindinga frá hagnaði rekstrarfélagsins og þannig minnka skattgreiðslur þess. Ef félögin eru ekki sameinuð hefði eignarhaldsfélagið þurft að reiða sig á arðgreiðslur úr rekstrarfélaginu til uppgreiðslu á þeim lánaskuldbindingum sem stofnað var til. Í hefðbundnum samruna eftir skuldsetta yfirtöku er viðskiptavild hins sameinaða félags færð upp til að laga eiginfjárstöðu rekstrarfélagsins þar sem hún hefur oftast nær laskast verulega þar sem um mikla skuldsetningu að ræða.
    Í ritgerðinni er sýnt fram á að þau vaxtagjöld, sem falla til eftir samruna félaganna sem eru tilkomin vegna þeirra lánaskuldbindinga sem stofnað var til vegna þeirrar skuldsettu
    yfirtöku sem farið var í, teljist ekki vera frádráttarbær rekstrarkostnaður skv. 1. tölul. 31. gr. sbr. 1. mgr. 49. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003. Þá er einnig farið ítarlega yfir þau ákvæði sem gilda um skattfrjálsan samruna og sýnt fram á að þau ákvæði beri þess ekki merki að, frádráttarbærni vaxtakostnaðar sé réttur sem yfirtökufélag fái frá yfirteknu félagi við skattfrjálsan samruna. Þá er einnig farið yfir þau úrræði sem skattyfirvöld geta gripið til þegar
    um skattasniðgöngu er að ræða og hvort þau úrræði gætu átt við þegar umræddu viðskiptamódeli er beitt. Niðurstaðan er að ráðahagurinn ber þess sterk merki að hér sé um skattasniðgöngu að ræða þó ekki sé hægt að fullyrða að svo sé.
    Einnig var farið í þær reglur sem gilda um úttekt verðmæta úr félögum og skoðað hvort sú niðurfærsla á eigin fé sem á sér stað við skuldsetningu rekstrarfélagsins beri þess merki að í raun sé um úttekt verðmæta að ræða til handa hluthöfum félagsins. Niðurstaðan er að ef notast væri við raunveruleikareglu skattaréttar þá væri vel hægt að færa rök fyrir því að
    raunverulega sé verið að notast við eigið fé rekstrarfélagsins til hagsbóta fyrir hlutahafa þess þegar lánaskuldbindingar eignarhaldsfélagsins færast yfir til rekstrarfélagsins. Virðist því ekki vera um annað að ræða en ólöglega úttekt hluthafanna af fjármunum félagsins.
    Reynt er í ritgerðinni að varpa ljósi á þær reglur sem gilda um uppfærslu viðskiptavildar þegar um samruna er að ræða. Niðurstaðan er að sárlega vantar skýrari reglur um uppfærsluna viðskiptavildar í kjölfar samruna félaga.
    Þegar rætt hefur verið um að setja í lög reglur til að sporna við frádráttarbærni vaxtagjalda hefur oft verið nefnt að hér á landi vanti reglur um þunna eiginfjármögnun. Í ritgerðinni er farið yfir hvernig þær reglur virka og hvaða tillögur hafa verið nefndar í því tilliti. Þá er skoðaður lagarammi annarra landa og loks farið yfir hvaða áhrif svona reglusetning myndi hafa á þau vaxtagjöld sem eru tilkominn vegna skuldsettrar yfirtöku.
    Niðurstaðan er að slík reglusetning myndi hafa góð áhrif til að sporna almennt við skuldsetningu félaga. Slík reglusetning yrði hinsvegar ekki til þess fallin að sporna beint við
    þeim vaxtagjöldum sem falla til eftir samruna í kjölfar skuldsettrar yfirtöku. Svo virðist sem gildandi réttur komi í veg fyrir að umrædd vaxtagjöld séu frádráttabær eins og staðan er í dag.

Samþykkt: 
  • 3.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9838


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sveinn_Gislason_ML_ritgerd_Haskolinn_a_bifrost.pdf5.9 MBLokaðurHeildartextiPDF