is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9840

Titill: 
  • Þjóðartónlist eyja í norðri : samanburður á sögu þjóðtónlistar Íslendinga og Grænlendinga, þætti hennar í menningarstefnu og birtingarmynd í menningu nútímans
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þjóðtónlist Íslendinga annars vegar og Grænlendinga hins vegar eru tvær áhugaverðar en ólíkar tónlistargreinar. Þjóðtónlist er tónlist sem myndast hefur meðal þjóðar eða hefur fylgt henni lengi og þróast í tímans rás. Hún hefur jafnan flust milli kynslóða með munnmælum og erfitt er að festa nákvæmlega hönd á uppruna hennar. Hér er skoðað hvað felst í þjóðtónlist þjóðanna, varðveislusögu og endurvakningu. Ennfremur er þjóðtónlistin í nútímanum skoðuð, bæði birtingarmynd hennar í menningu nútímans sem og hvort hún eigi sess í menningarstefnuskjölum og námskrám stjórnvalda. Meginspurningin sem reynt er að svara er hver munurinn sé á þjóðtónlist þessara tveggja nágrannaþjóða þegar horft er til sögu hennar og stöðu í nútímanum. Til að finna svör er leitað fanga í skriflegum heimildum sem varða þjóðtónlist þjóðanna og tengdum fræðum auk þess sem leitað er til sérfræðinga. Helstu niðurstöður eru þær að meira er líkt með þjóðtónlist Íslendinga og Grænlendinga en ætla mætti í fyrstu. Mest samsvörun er í sögu hnignunar, varðveislu og endurvakningar þjóðtónlistarinnar auk þess sem birtingarmynd þjóðtónlistar í nútímatónlist þjóðanna er um margt lík. Það sem helst skilur á milli er megintilgangur þjóðtónlistarinnar en hún þjónaði víðtækara samfélagslegu hlutverki hjá Grænlendingum fortíðarinnar á meðan íslenska þjóðtónlistin hafði fyrst og fremst það hlutverk að vera afþreying. Athyglisverð er sú bókmenntaslagsíða sem fræðileg umræða um íslenska menningararfleifð hefur og má áætla að þjóðtónlistin hafi alla tíð fallið í skuggann af bókmenntunum. Grænlendingar áttu lengst af engar bókmenntir og þrátt fyrir að hafa nánast horfið þá hefur þjóðtónlist þeirra að ýmsu leyti sambærilegt menningarlegt gildi fyrir þá og bókmenntaarfleifðin hefur fyrir Íslendinga. Sérstaklega kemur á óvart hversu miklar tilfinningar og dulúð tengjast grænlensku þjóðtónlistinni enn þann dag í dag og er meðferð hennar viðkvæmt mál fyrir marga, sérstaklega fólk af eldri kynslóðinni.
    Munur er á þeim tilgangi sem stjórnvöld þjóðanna ætla þjóðtónlist í menningarstefnum sínum. Í þeim íslensku menningarstefnuskjölum sem rýnt var í er ekki að sjá að þjóðtónlistinni sé ætlaður neinn tilgangur annar en sá að halda áfram að vera til. Helsti tilgangur sem grænlensk stjórnvöld ætla þjóðtónlist þjóðarinnar felst í því að styrkja inúískar rætur þjóðarinnar til eflingar þjóðarsjálfs. Báðar þjóðir kunna að meta þjóðtónlist sína. Hún er ekki stór partur af menningu nútímans en hún á sinn sess og er það í höndum nútímans að marka henni stefnu til framtíðar

Samþykkt: 
  • 3.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9840


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigridur_Aradottir.pdf800.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna