ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/985

Titill

Myndlistarkennsla í grunnskólum : fagmiðuð myndlistarkennsla og samþætting

Útdráttur

Eftirfarandi ritgerð er ætlað að styðja við hugmyndahandbókina 21 VERKEFNI Í
MYNDLIST, sem ætluð er grunnskólakennurum.
Ritgerðin fjallar um gildi listar í uppeldi barna; hvernig listuppeldi hefur áhrif á
viðhorf barna gagnvart listinni og hvernig þau læra meðvitað að skapa list, njóta hennar
og lesa í list og menningu sem eru þættir í daglegu lífi þeirra. Með því að örva
sköpunarkraft og ímyndunarafl barna með hugrænum óhlutlægum kennsluaðferðum
læra þau að tjá sig, mynda sér skoðanir, færa fyrir þeim rök og þekkja tilfinningar sínar.
Ein leið að þessu marki er fagmiðuð myndlistarkennsla, FMMK. Hugmyndafræði
stefnir að skipulögðu og öguðu listnámi sem hluta af almennu námi nemenda, hvaða
hæfileikum sem þeir eru gæddir. Aðalnámskrá grunnskóla tekur mið af þessari
hugmyndafræði þar sem hún leggur áherslu á fjórskiptinguna sem FMMK byggist á, þ.e.
listasögu, listgagnrýni, myndgerð og fagurfræði og svo eftirfylgni markmiða með
námsmati.
Fjórskiptinguna er ekki aðeins hægt að nota í myndlist, heldur flestum
námsgreinum og er þá auðvelt að samþætta myndlistina við aðrar greinar vegna þess hve
skipulögð og markviss hún er. Myndlist kemur fyrir í flestum námsgreinum í einhverju
formi, verkefni flestra námsgreina er hægt að útfæra á myndrænan hátt eða njóta aðstoðar
myndlistarinnar til þess. Með þessu móti er hægt er að nálgast viðfangsefnin á breiðari
grunni og gefa nemendum nýja sýn á námsgreinarnar sem unnið er með.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2004


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
myndlistark-e.pdf8,52KBOpinn Myndlistarkennsla í grunnskólum - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
myndlistark-h.pdf11,3KBOpinn Myndlistarkennsla í grunnskólum - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
myndlistark-u.pdf12,5KBOpinn Myndlistarkennsla í grunnskólum - útdráttur PDF Skoða/Opna
myndlistark.pdf1,99MBTakmarkaður Myndlistarkennsla í grunnskólum - heild PDF