ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Tækni- og verkfræðideild>BSc í tækni- og verkfræði / byggingafræði / íþróttafræði>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9851

Titill

Er breytinga þörf á leikjafyrirkomulagi í yngri flokkum knattspyrnu á Íslandi?

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Rannsóknin fjallar um leikjafyrirkomulag í yngri flokkum karla í knattspyrnu á Íslandi frá 5. flokki niður í 7. flokk. Rannsóknin var unnin á vormisserum 2011. Þátttakendur í rannsókninni voru 112 talsins frá knattspyrnufélögum af höfuðborgarsvæðinu. Leikir voru teknir upp á myndband og greindir. Skoðaður var mismunur á tæknilegum þáttum og atriðum sem fram koma í leikjum samkvæmt núverandi leikjafyrirkomulagi og þegar leikið er á minni knattspyrnuvöllum með færri leikmönnum í 6. og 7. flokki. Einnig var skoðað hvaða áhrif það hefur að leika með 8 leikmenn í liði í stað 7 í 5. flokki, á hálfum stórum velli. Helstu niðurstöður voru þær að tæknilegir þættir aukast mjög mikið í 6. og 7. flokki milli leikjafyrirkomulaga en eru mjög svipaðir í 5. flokki. Í 6. og 7. flokki má samkvæmt niðurstöðunum greina að ákjósanlegra sé að leika á minni völlum með færri leikmenn í liði. Hvað varðar 5. flokk rýrir það ekki tæknilegan þátt leikmanna að leika 8 leikmenn á móti 8 í stað núverandi leikjafyrirkomulags.

Athugasemdir

Íþróttafræði

Samþykkt
10.8.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ThorhallurSiggeirsson.pdf5,39MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna