is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9863

Titill: 
  • Til hvaða sjónarmiða er málefnalegt að líta við stöðuveitingar hjá hinu opinbera? Með tilliti til jafnréttislaga nr. 10/2008
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ráðning eða skipun í opinbert starf er stjórnvaldsákvörðun, þar sem hún kveður á um rétt eða skyldu manna, og er sem slík mjög matskennd. Matskennd stjórnvaldsákvörðun felur í sér að lög eða stjórnvaldsfyrirmæli ákvarða ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi svo að ákvörðun sé tekin, eða fela stjórnvöldum að einhverju leyti mat á því hvert efni ákvörðunar skuli vera. Í lögum getur verið að finna ákveðin skilyrði eða tiltekin sjónarmið sem líta skal til við ákvörðun um ráðningu eða skipun. Ef slíkum ákvæðum er ekki fyrir að fara þurfa stjórnvöld hins vegar að velja þau lagasjónarmið sem ákvörðun skal byggð á og er nauðsynlegt að þeir sem fara með slíkt vald gæti að lögum og reglum sem gilda við slíkar ákvarðanir. Það er því ljóst að jafnt skráðar sem óskráðar reglur stjórnsýsluréttarins eiga við þegar tekin er ákvörðun um veitingu starfs hjá hinu opinbera, en veitingarvaldshafi þarf einnig að fara eftir ákvæðum laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (hér eftir starfsmannalög). Veitingarvaldshafi getur einnig þurft að líta til forgangsreglu laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (hér eftir jafnréttislög), ef tveir eða fleiri umsækjendur um starf eru metnir jafn hæfir.
    Mörg álitamál geta vaknað við stöðuveitingar og eru ákvarðanir stjórnvalda oft á tíðum umdeildar. Málsmeðferðar- og efnisreglur stjórnsýsluréttarins hafa meðal annars það hlutverk að tryggja jafnræði milli aðila og koma í veg fyrir að ómálefnaleg sjónarmið búi að baki slíkum ákvörðunum. Markmiðið með þessum reglum er því að stjórnvöld taki ákvarðanir á hlutlægum en ekki huglægum forsendum og að þau sjónarmið sem ráða för við mat á umsækjendum séu til þess fallin að tryggja að hæfasti einstaklingurinn sé ráðinn með tilliti til þess starfs og hlutverks þeirrar stofnunar sem um ræðir hverju sinni.
    Umboðsmaður Alþingis, Hæstiréttur Íslands og kærunefnd jafnréttismála hafa mótað réttarframkvæmdina og í ritgerðinni verður leitast við að reifa helstu álit umboðsmanns, dóma Hæstaréttar og álit kærunefndar sem varpað geta ljósi á það álitaefni um hvaða sjónarmið það eru sem málefnalegt er talið að veitingarvaldshafi líti til við ákvörðun um ráðningu eða skipun í opinbert starf, hvert svigrúm veitingarvaldshafa við matið er auk þýðingu forgangsreglu jafnréttislaga.

Samþykkt: 
  • 16.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9863


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-LOK-M.pdf645.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna