is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9868

Titill: 
  • Íslenskir bakpokaferðamenn í Suðaustur-Asíu: Viðhorf og hegðun
  • Titill er á ensku Icelandic backpackers in Southeast-Asia: Attitude and mannerism
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf og hegðun íslenskra bakpokaferðamanna í Suðaustur-Asíu og hvort þeir séu ábyrgir ferðamenn. Áhersla er á samfélags og hagræn áhrif. Við gagnaöflun var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir og byggjast niðurstöður á viðtölum við fjóra Íslendinga sem hafa farið í bakpokaferðalag til Suðaustur-Asíu.
    Niðurstöður rannsókna sýna að bakpokaferðamenn geta stuðlað bæði að neikvæðum og jákvæðum áhrifum á samfélagið. Hægt er að skipta þeim í tvo hópa: þeir sem hegða sér á ábyrgan hátt gagnvart samfélaginu og þeir sem hegða sér á óábyrgan. Viðmælendur rannsóknarinnar hegðuðu sér almennt á ábyrgan hátt en töluðu um að stór hópur bakpokaferðamanna hegða sér á óábyrgan hátt. Öll lögðu þau áherslu á að versla við heimamenn og voru meðvituð um mikilvægi þess að styrkja efnahag heimamanna í stað þess að versla við alþjóðafyrirtæki. Þau lögðu af stað í ferðalagið með áhuga á að kynnast löndum, nýrri menningu og heimamönnum. Þau höfðu gaman af því að kynnast heimamönnum og voru meðvituð um að það væri mikilvægt að koma vel fram við heimamenn. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að siðarreglur bakpokaferðalangsins getur verið mikilvægt skref í átt að sjálbærri þróun í ferðaþjónustunni. Þeim er hægt að miðla á ýmsan hátt, t.d. vefsíðum og í bæklingum og sú leið sem virkar líklega best á bakpokaferðalanga eru ferðahandbækur líkt og Lonely Planet. Viðmælendur rannsóknarinnar studdust allir við ferðahandbækur og leituðu þar upplýsinga um hvað væri viðeigandi hegðun og hvað ekki.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this research is to explore the attitude and mannerism of Icelandic backpackers in Southeast-Asia and see whether or not they are responsible tourists. The focus point will be on the social- and economic influences.
    Research shows that backpackers can contribute both negative and positive effects in the community. They can be divided into two groups: Those who behave in a responsible manner toward the community, and those who act irresponsibly. The interviewees generally behaved in a responsible way, but mentioned that a large group of backpackers acted in an irresponsible manner. Each of them concentrated on buying from the locals and they were all conscious about the importance of strengthening the local economy, and not buying from the international chains. They enjoyed getting to know the locals and how important it was to treat them with respect. Results also showed that the backpacker’s codes of conduct can be an important step towards a sustainable development in the tourism industry. These codes can easily be distributed through web sites and brochures, but the most effective way would probably be through guide books, such as Lonely Planet. The interviewees all looked to guidebooks for information about what constitutes acceptable and unacceptable behaviors in each area.

Samþykkt: 
  • 16.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9868


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Lokaútgáfa.pdf629.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna