is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9874

Titill: 
  • Áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að skoða áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð. Sérstök áhersla er lögð á að skoða hvernig áhrif gæðastjórnunar eru á verkkaupa og þá sérstaklega hvort marktækur munur sé á ánægju verkkaupa með framkvæmd verka hjá verktökum sem starfa eftir gæðastjórnunarkerfi miðað við verktaka sem starfa ekki eftir gæðastjórnunarkerfi. Einnig er kannað hvort marktækur munur sé á vinnubrögðum verktaka sem kveðast vinna eftir gæðastjórnunarkerfi miðað við þá sem starfa ekki eftir slíku og að lokum er staða gæðastjórnunar í mannvirkjagerð á Íslandi könnuð.
    Leitast var við að svara þessum spurningum með því að hanna og leggja spurningalista fyrir verkkaupa og verktaka. Spurningalisti var lagður símleiðis fyrir verkkaupa og voru þeir beðnir um að hafa þann verktaka í huga sem kom mest að framkvæmdinni. Spurningalisti var svo lagður fyrir verktaka og svör verkkaupa tengd við svör viðkomandi verktaka. Þannig var fylgni mæld milli ánægju verkkaupa með framkvæmd verks hjá verktaka við þætti úr könnun verktaka, eins og hvort hann starfar eftir gæðastjórnunarkerfi eða ekki. Gögn kannananna voru einnig greind sér í lagi og niðurstöður túlkaðar frá þeim auk þess sem fyrri rannsóknir voru skoðaðar og auka innsýn nýtt sem skýrsluhöfundur fékk með viðtölum við fagaðila og á ráðstefnu og fundi tengdu málefninu.
    Helstu niðurstöður eru að marktækur munur og sterk fylgni er milli ánægju verkkaupa með framkvæmd verks sem verktaki vann og hvort verktaki starfar eftir gæðastjórnunarkerfi eða ekki. Einnig sýna niðurstöður að þeir verktakar sem kveðast starfa eftir gæðastjórnunarkerfi starfa eftir mun markvissari og skilvirkari vinnubrögðum en þeir sem starfa ekki eftir slíku kerfi, en marktæk fylgni mældist milli margra þátta tengdum verklagi verktaka og hvort þeir starfa eftir gæðastjórnunarkerfi eða ekki. Að lokum leiðir rannsóknin í ljós að staða gæðastjórnunar í mannvirkjagerð á Íslandi er sérstaklega slök meðal smárra verktakafyrirtækja og telur skýrsluhöfundur að brýn þörf sé fyrir aðgengilegt og notendavænt gæðastjórnunarkerfi fyrir slík fyrirtæki. Staðan er allt önnur meðal stærstu verktakafyrirtækjanna en þekking og verklag innan þeirra er töluvert betra.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this thesis is to examine the effect of quality management in the construction industry in Iceland. Particular emphasis is placed on examining how quality management affects the contractee and notably whether discernable differences exist in contractee satisfaction with regard to project execution depending on whether the project involved is completed by contractors that work in accordance with a quality management system as opposed to contractors that do not. Moreover, to examine whether there is a discernable difference in the working methods of those contractors who claim to work in accordance with a quality management system compared to those who do not. Finally, the status of quality management in the construction industry in Iceland is examined.
    In an effort to answer these questions a questionnaire was designed and circulated among contractees and contractors. A questionnaire was placed by telephone before contractees wherein they were asked to refer to the principal contractor involved in the project concerned. A questionnaire was then placed before the contractor and the answers from the contractee compared to the answers from the contractor(s) involved. Thus correlation was gauged between the contracture’s satisfaction with the contractor’s completion of a project and certain aspects related to the examination of the contractor such as whether or not he conducted his operations in accordance with a quality management system. Other findings of the surveys were also analyzed separately and conclusion deducted there from, in addition to which previously conducted studies were examined and additional insight utilized which the author obtained through interviews with professionals at a conference and a meeting relating to the subject matter.
    The main conclusions were that there is a significant difference and a strong correlation between contractee satisfaction with a project’s execution depending on whether or not the contractor conducts his operations in accordance with a quality management system. The findings also show that those contractors who claim to conduct their operations in accordance with a quality management system employ much better aimed and effective working methods compared to those contractors who do not but discernable differences could be gauged between many aspects of the working methods employed by individual contractors and whether or not they conducted their operations in accordance with a quality management system. Finally the findings show that the status of quality management in the construction industry in Iceland is particularly poor within the smaller construction companies. The situation is completely different with regard to large construction companies, where the knowledge and the working methods appear to be of a considerably higher standard.

Styrktaraðili: 
  • Samtök Iðnaðarins
Samþykkt: 
  • 23.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9874


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð_1.pdf8.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna