ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9875

Titlar
  • Skipulögð brotastarfsemi og brotasamtök

  • en

    Organized Crime and Criminal Groups

Skilað
Ágúst 2011
Útdráttur

Skipulögð brotastarfsemi hefur verið þekkt vandamál um heim allan í áraraðir. Hugtakið hefur þó oftast verið bendlað við hina svokölluðu „mafíu“ sem rekja má til héraða Suður-Ítalíu og Sikileyjar, en í seinni tíð hefur þó verið viðurkennt að um margslungna brotastarfsemi sé að ræða sem geti tekið til hvaða þjóðfélagshóps sem er. Upphaflega var hugtakið frekar afbrotafræðilegs eðlis og í höndum afbrotafræðinga að rannsaka en fyrir um 20 til 25 árum síðan hóf það innreið sína í lögfræðina og er nú ekki óalgengt að því beri fyrir í löggjöf og fræðiritum um lögfræðileg málefni. Helsta vandamál hugtaksins hefur ávallt falist í skilgreiningu þess og hafa ýmsir fræðimenn haft skiptar skoðanir á því hvernig beri að skilgreina það og út frá hverju. Mikil tímamót urðu við samþykkt samnings Sameinuðu þjóðanna um fjölþjóðlega, skipulagða brotastarfsemi hinn 15. nóvember 2000, oft nefndur Palermó-samningurinn. Þá var hugtakið skipulögð brotasamtök í fyrsta skipti skilgreint í alþjóðasamningi en skortur á slíkri skilgreiningu hafði gert alþjóðasamfélaginu erfitt fyrir að gera sér grein fyrir umfangi skipulagðrar brotastarfsemi. Ísland undirritaði Palermó-samninginn hinn 13. desember 2000 og með lögum nr. 149/2009 voru lögfestar breytingar á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 með það að markmiði að fullgilda samninginn. Þar var meðal annars lögfest nýtt ákvæði í almenn hegningarlög, 175. gr. a., þar sem það er lýst refsivert að sammælast við annan mann um að fremja refsiverðan verknað sem varðar að minnsta kosti 4 ára fangelsi og er liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka. Í 2. mgr. ákvæðisins eru svo skipulögð brotasamtök skilgreind sem félagsskapur þriggja eða fleiri manna, sem hefur það að meginmarkmiði, beint eða óbeint, í ávinningsskyni að fremja refsiverðan verknað sem varðar að minnsta kosti 4 ára fangelsi eða að verulegur þáttur í starfsemi þeirra felist í að fremja slíkan verknað. Í ritgerð þessari er að finna fræðilega umfjöllun um hugtakið skipulögð brotastarfsemi og skipulögð brotasamtök. Meginmarkmið ritgerðarinnar er kryfja ákvæði 175. gr. a. hgl. til mergjar. Ákvæðið er þó mjög sérhæft og frábrugðið öðrum ákvæðum sem er að finna í almennum hegningarlögum og er því erfitt að heimfæra reglur úr hefðbundnum refsirétti yfir á það. Uppbygging ákvæðisins er að mestu leyti byggð á 2. og 5. gr. Palermó-samningsins en við samningu laganna var einnig litið til 162. gr. c. norsku hegningarlaganna, sem fjallar um sama efni. Ákvæði i. stafliðar a-liðar 1. mgr. 5. gr. Palermó-samningsins, sem ákvæðið er að nokkru leyti byggt á, er dregið af samsærislöggjöf (e. conspiracy law) engilsaxnesks réttar og því er litið til þess réttarfars til að skýra hugtakið sammæli sem kemur fram í 1. mgr. 175. gr. a. Víða er því leitað í ritgerð þessari til að túlka og skýra ákvæðið, en m.a. er litið til fræðirita um Palermó-samninginn, útgefins efnis frá Sameinuðu þjóðunum, túlkun sambærilegs ákvæðis í Noregi ásamt því að líta til engilsaxnesks réttar við túlkun og skýringu á hugtakinu sammæli í 1. mgr. ákvæðisins. Að lokum er litið til fræðirita um hinn almenna refsirétt.

Samþykkt
25.8.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Forsíða.pdf31,6KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
Meistararitgerð í ... . Skipulögð brotastarfsemi.pdf929KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna