is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9877

Titill: 
  • Titill er á ensku Pelvic floor muscle function before and after first childbirth and women´s perception of quality of the contraction
  • Styrkur og úthald grindarbotnsvöðva fyrir og eftir fyrstu fæðingu og hvernig konur upplifa samdrátt vöðvanna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Background: Pregnancy and vaginal delivery are considered to be the main risk factors for weakening the pelvic floor muscles (PFM) as well as for the development of stress urinary incontinence (SUI) and pelvic organ prolaps (POP) in women. This is considered to happen due to damage to fascias, ligaments, PFM and nerve supply. All this tissue and their interactions are neccessary for pelvic organ support and for the control of the continence mechanism.
    Aims: The main aim of this study was to evaluate pelvic floor muscle strength and endurance before and after a woman´ first childbirth and compare these parameters with different types of births (normal vaginal, instrumentally assisted vaginal and acute cesarean births). The aim was also to gain qualitative information of womens perception of PFM contraction. The secondary aim was to correlate changes in pelvic floor muscle function due to childbirth with factors such as the length of the second stage of labor along with other delivery data.
    Material and methods: This was a prospective repeated measures observational study. The women were evaluated at the 20th - 26 weeks of gestation and at the 6th – 12th week postpartum. The sample was a non-randomized, convenience sample. Forty-four healthy primiparas with a confirmed singleton pregnancy volunteered to participate in the study, 36 had both measurements. The mean age of the participants was 26.6 (SD 4.3) years and pre-pregnancy BMI was 24.1 (SD 4.3). The device used for measurements was Myomed 932® (Enraf-Nonius, Delft, Netherland). The device was tested for reliability before the study. Strength was measured as vaginal squeeze pressure in hectoPascals (hPa) along with the length of contractions in seconds and repeated contractions, by the number of times the contractions could be repeated. After informing the women and teaching them how to contract the pelvic floor muscles by vaginal palpation, they were asked to perform; a) 3 maximum voluntary contractions (MVC), the strongest was used for stastical analysis, b) isometric contraction, time in seconds was used for analysis and c) repeated contractions, at least15 of them, the amount of contractions each woman could do was used for analysis. Results are given as mean values with a 95% confidence interval (95% CI). One way analysis of variance (ANOVA) was used to compare changes in pelvic floor muscle function between devided groups of women going through different types of delivery. Spearman´s correlation was used to correlate strength and endurance changes due to childbirth with the length of the second stage of labor and for other ranking - and categorical variables. For continuous variables, Pearson´s correlations test was used. P values <0.05 were considered significant. SPSS v.16 (Chicago, Illinois) was used for analysis.
    Results: For all three groups of primiparas, (normal vaginal birth (n=26), instrumental vaginal (in all cases vacuum extraction) birth (n=5) and acute cesarean birth (n=5)) we found a significant difference in the womens´ age and pre-pregnancy BMI. In both cases, women who had acute cesarean delivery were significantly older and had a higher BMI. Mean birth weight and infant head circumference was not significantly different between groups.
    Before giving birth, there were no significant differences between groups in pelvic floor muscle strength or, endurance (ability to hold sustained contraction and repeat fast contractions).
    For the group as a whole, there was a significant reduction in pelvic floor muscle strength and endurance when measured after childbirth compared with the women´ performance during pregnancy (p=0.0001) with the exception of repeated contractions. The three groups showed different reductions in pelvic floor muscle strength: Normal vaginal, 20.1 hPa (CI:16.2; 24.1), instrumental vaginal, 31.4 hPa (CI: 7.4; 55.2) and acute cesarean, 5.2 hPa (CI: -6.6; 17.0) reduction. Calculated with one way ANOVA, the difference was significant between normal vaginal birth and acute cesarean birth (p=0.028) as well as between instrumental vaginal birth and acute cesarean birth (p=0.003). The changes were not significant between normal vaginal and instrumental vaginal births (p=0.173).
    There was no significant difference between the groups in their ability to hold isometric contraction (p=0.212). The reduction in seconds was: Normal vaginal, 83.0 sec (CI: 44.4; 120.1), instrumental vaginal, 100.2 sec (CI: -39.7; 240.1) and acute cesarean, 2.4 sec (CI: 128.9; 255.3).
    All women were able to perform 15 repeated contractions both during pregnancy and after birth except for one woman who was not able to contract her pelvic floor muscles 6 weeks postpartum. The womens´ descriptions of their perception of the PFM contraction was for most women clear and supportive of the muscle condition at each point in time.
    No correlation was found between changes in pelvic floor muscle strength (p=0.650) and pelvic floor muscle endurance (p=0.810) due to delivery and the length of the second stage of labour and other delivery data. No correlation was found between changes in pelvic floor muscle strength and endurance as a consequence of delivery and the infants birth weight or head circumference in all women who delivered vaginally (n=31).
    Conclusion: Based on this sample, pelvic floor muscle strength is significantly reduced after vaginal delivery, both normal and with instrumental assistance, 6-12 weeks postpartum. Other aspects of PFM function i.e. endurance measured as the ability to hold isometric contraction as well as the ability to repeat contractions are less influenced by mode of delivery. No correlation was found between the delivery data mentioned before, and changes in PFM function. These results could be influenced by a relatively small sample size, high standard deviation and large confidence intervals, and should be interpreted with caution.

  • Bakgrunnur: Meðganga og fæðing um leggöng eru meðal helstu áhættuþátta í að veikja grindarbotnsvöðva og í þróun áreynsluþvagleka og sigs á líffærum grindarhols hjá konum. Þessi þróun er talin stafa af skemmdum á bandvef, s.s. himnum og liðböndum, grindarbotnsvöðvum og ítaugun þeirra. Allir þessir vefir, og samspil þeirra á milli, eru nauðsynlegir til að styðja við grindarholslíffærin og vegna þvag-og hægðaheldni.
    Markmið: Meginmarkmið þessarrar rannsóknar var að meta styrk og úthald grindarbotnsvöðva fyrir og eftir fyrstu fæðingu og meta breytingar eftir tegund fæðinga (eðlilegra fæðinga um leggöng, inngripsfæðinga um leggöng og bráðakeisara). Einnig að fá fram lýsingar kvennanna sjálfra á upplifun þeirra á samdrætti grindarbotnsvöðva. Annað markmið var að kanna fylgni milli breytinga á starfsemi grindarbotnsvöðva, annars stigs fæðingar og annarra fæðingarbreyta.
    Efni og aðferðir: Þessi rannsókn var framskyggn áhorfsathugun með endurteknum mælingum. Mælingar voru gerðar á styrk grindarbotnsvöðva hjá barnshafandi konum á 20.-26. viku meðgöngu og endurteknar 6-12 vikum eftir fæðingu. Úrtakið var þægindaúrtak. Fjörutíu og fjórar hraustar frumbyrjur sem gengu með einbura, staðfest með sónarrannsókn, voru sjálfboðaliðar í rannsókninni, 36 luku þátttöku. Meðalaldur þeirra var 26.6 ár (staðalfrávik 4.3), og BMI (líkamsþyngdarstuðull) fyrir meðgöngu var að meðaltali 24.1 (staðalfrávik 4.3). Rannsóknartækið var Myomed 932® (Enraf-Nonius, Delft, Netherland). Það var áreiðanleikaprófað fyrir aðalrannsóknina. Styrkur samdráttar grindarbotnsvöðva var mældur með nema í leggöngum sem nam þrýsting af samdrætti, mældur í hectoPascals (hPa) og úthald samdráttar var metið sem stöðugur samdráttur í sekúndum og sem endurteknir samdrættir. Eftir að hafa leiðbeint og frætt konurnar um réttan samdrátt grindarbotnsvöðva sem var staðfestur með þreifingu í leggöngum, voru þær beðnar um að framkvæma; a) 3 hámarkssamdrætti, sá sterkasti notaður við tölfræðilega úrvinnslu, b) stöðugan samdrátt (jafnlengdar), tími í sekúndum notaður við úrvinnslu og c) endurtekna samdrætti, a.m.k. 15 samdrætti, fjöldi samdrátta notaður við úrvinnslu. Niðurstöður eru birtar sem meðaltöl með 95% öryggisbili. Einhliða dreifigreining var notuð til að bera saman breytingar á styrk og úthaldi grindarbotnsvöðva milli flokka mismundandi fæðinga. Spearman´s raðfylgnistuðull var notaður til útreikninga á fylgni milli breytinga á styrk og úthaldi grindarbotnsvöðva vegna fæðingar og annars stigs fæðingar, og við aðrar breytur sem voru rað-og/eða flokkabreytur. Pearson´s fylgnistuðull var notaður við útreikninga á samfelldum breytum. Marktækur munur var metinn nægur ef p<0.05. SPSS v.16 (Chicago, Illinois) var notað við úrvinnslu.
    Niðurstöður: Þegar hópar þátttakenda voru bornir saman, (eðlileg fæðing um leggöng (n=26), inngripsfæðing um leggöng (í öllum tilfellum með sogklukku) (n=5) og bráðakeisari (n=5)) kom í ljós marktækur munur á aldri og BMI eftir hópum, konur í bráðakeisarahópi voru að meðaltali, bæði eldri og með hærri BMI stuðul en konur í hinum hópunum. Ekki var marktækur munur eftir hópum m.t.t. meðalþyngdar-og ummáls höfuðs nýbura við fæðingu. Við upphaf rannsóknar, í fyrstu mælingu reyndist ekki marktækur munur á styrk og úthaldi grindarbotnsvöðva milli hópa. Hjá öllum hópnum varð marktæk styrk-og úthaldsminnkum (stöðugur samdráttur) eftir fæðingu miðað við ástand á meðgöngu (p<0.0001). Hóparnir 3 sýndu mismunandi styrkminnkum: Eðlileg fæðing um leggöng, 20.1 hPa (95% öryggisbil: 16.2; 24.1), inngripsfæðing um leggöng, 31.4 hPa (95% öryggisbil: 7.4; 55.2) og bráðakeisari, 5.2 hPa (95% öryggisbil: -6.6; 17.0) minnkun í styrk.
    Með einhliða dreifigreiningu var munurinn marktækur milli eðlilegra fæðinga um leggöng og bráðakeisara (p=0.028) og milli inngripsfæðinga og bráðakeisara (p= 0.003). Ekki reyndist marktækur munur á styrkbreytingum hjá konum sem fóru í eðlilega fæðingu um leggöng eða inngripsfæðingu (p=0.173). Ekki fannst marktækur munur á breytingum í úthaldi grindarbotnsvöðva (mælt sem lengd samdráttar) vegna fæðingar, milli hópa (p=0.212). Úthaldsminnkunin mældist í sekúndum: Eðlileg fæðing um leggöng, 83.0 sek (95% öryggisbil: 44.4; 120.1), inngripsfæðingar um leggöng, 100.2 sek (95% öryggisbil: -39.7; 240.1), bráðakeisari, 2.4 sek (95% öryggisbil: 128.9; 255.3) minnkun. Allar konur gátu framkvæmt a.m.k. 15 endurtekna samdrætti, bæði á meðgöngu og eftir fæðingu fyrir utan eina, sem gat ekki spennt grindarbotnsvöðva 6 vikum eftir fæðingu. Lýsing flestra kvennanna á samdrætti grindarbotnsvöðva var skýr og virtist vera í samræmi við ástand vöðva á hverjum tíma. Engin fylgni fannst milli breytinga á styrk (p=0.650) og úthaldi (p=0.810) grindarbotnsvöðva annars vegar og lengdar á öðru stigi fæðingar hins vegar, né annarra fæðingarbreyta. Engin fylgni fannst milli breytinga á styrk og úthaldi grindarbotnsvöðva og fæðingarþyngdar eða höfuðummáls nýbura, fyrir allar konur sem fæddu um leggöng (n=31).
    Ályktun: Miðað við þetta úrtak var styrkur grindarbotnsvöðva marktækt minnkaður eftir fæðingu um leggöng, bæði eftir eðlilega fæðingu og með inngripum, 6-12 vikum eftir fæðingu. Aðrir þættir vöðvavinnu, þ.e. úthald, mælt sem getan til að halda samdrætti stöðugt og endurteknir samdrættir, urðu fyrir minni áhrifum af tegund fæðingar. Engin marktæk fylgni fannst milli allra helstu fæðingarbreyta og breytinga á starfsemi grindarbotnsvöðva vegna fæðingar. Smæð úrtaksins gæti hafa haft áhrif á niðurstöðurnar, svo og há staðalfrávik og stór öryggisbil allra helstu gilda. Túlka ætti niðurstöður af varfærni.

Styrktaraðili: 
  • Styrktaraðili er á ensku Research Fund of the Association of Icelandic Physiotherapists,
    The Icelandic Association of University Women.
Samþykkt: 
  • 25.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9877


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð.pdf1.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna