is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9912

Titill: 
  • Aðalnámskrá grunnskóla í myndmennt 1977 - 2007 : samanburður og norrænt samhengi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að skoða þá þróun sem hefur átt sér stað í gerð Aðalnámskrár Grunnskóla í myndmennt á Íslandi. Skoðuð eru árin 1977, 1989, 1999 og 2007. Einnig er markmiðið að meta stöðu Aðalnámskrá Grunnskóla í myndmennt frá árinu 2007 gagnvart núgildandi námskrám í myndmennt í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Með hliðsjón af samanburði námskránna er innihaldið borið saman við vestræna hugmyndafræði John Deweys´s um hlutverk skóla. Mikil þróun hefur átt sér stað frá árinu 1977 hvað varðar Aðalnámskrá Grunnskóla í myndmennt hér á landi þar sem flestir þættir hennar eru orðnir ítarlegri og aðgengilegri í námskránni árið 2007. Samanburður við námskrár frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku við þá íslensku sýnir að við stöndum jafnfætis þeim löndum í gerð námskráarinnar. Sérstaða sænsku námskrárinnar felst í námsmatskerfinu sem er bæði sýnilegt og lýsandi fyrir nemendur og kennara að fara eftir. Danska námskráin hefur yfirburði yfir hinar námskrárnar, þar sem hún er mjög vel fram sett og miklu aðgengilegri hvað varðar kennsluleiðbeiningar.

Samþykkt: 
  • 2.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9912


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Adalnamskra grunnskola i myndmennt 1977 - 2007_Lokaverkefni_Thuridur Svava.docx.pdf398.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Kapa_Lokaverkefni_Thuridur Svava Gudmundsdottir_2.doc.pdf85.89 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna