is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9917

Titill: 
  • „Að takast á við lífið eftir krabbamein.“ Fýsileiki ráðgjafameðferðar sem byggð er á hugrænni atferlismeðferð fyrir fólk með krabbameinstengda þreytu að lokinni krabbameinsmeðferð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Einstaklingum sem greinast með krabbamein og ljúka krabbameinsmeðferð fjölgar sífellt. Þeir búa oft við líkamlegar, sálfélagslegar og efnahagslegar langtímaafleiðingar þess, þar á meðal krabbameinstengda þreytu, en hún er eitt algengasta einkennið hjá fólki sem fær krabbamein. Þreytan hefur hinsvegar lítið verið rannsökuð, sérstaklega hjá einstaklingum sem hafa lokið krabbameinsmeðferð og finna enn fyrir þreytu. Einnig hafa fáar meðferðar- og endurhæfingarleiðir verið í boði til þess að draga úr afleiðingum þreytu og enn færri þar sem sem hjúkrunarfræðingar eru meðferðaraðilarnir.
    Tilgangur verkefnisins var að skoða fýsileika ráðgjafameðferðarinnar „Að takast á við lífið eftir krabbamein“, sem veitt er af hjúkrunarfræðingi, byggir á hugrænni atferlismeðferð og rannsakandi hefur þýtt og aðlagað fyrir fólk sem er að takast á við þreytu að lokinni krabbameinsmeðferð.
    Rannsóknarsniðið var megindleg meðferðarrannsókn með aðlöguðu fortilraunasniði og óslembiskiptu upphafs- og eftirsniði. Þátttakendur voru sex konur á aldrinum 44-63 ára, meðalaldur 55 ára, sem höfðu fengið brjóstakrabbamein, lokið meðferð fyrir 2 árum að meðaltali og voru metnar með þreytu. Konurnar fengu klukkutíma ráðgjöf hjá rannsakanda, sem er meistaranemandi í hjúkrunarfræði (með diplómapróf í hugrænni atferlisfræði), tvisvar í viku, í sex skipti alls. Stuttir spurningalistar voru lagðir fyrir konurnar í upphafi og við lok meðferðar. Rannsakandi notaði vinnublöð og hélt dagbók þar sem hann skrifaði athugasemdir í kjölfar meðferðartíma. Ályktanir voru dregnar um fýsileika meðferðar út frá framkvæmd rannsóknar, niðurstöðum úr spurningalistunum sem unnið var úr með lýsandi hætti með samanburði gagna og nótum rannsakanda.
    Niðurstöður verkefnisins benda til þess að meðferðin sé fýsileg. Konunum fannst verkþættir meðferðarinnar oftast hjálpa sér mikið við að takast á við þreytu og gáfu meðferðinni einkunnina 9,5 af 10 mögulegum stigum. Vísbendingar voru um betri líðan kvennanna eftir meðferðina.
    Áhrifastærð (effect size) meðferðar á þreytu mældist mikil, meiri á þreytukvarða Piper (PFS), d=2 en á númerakvarða (NRS), d=1,3. Áhrifastærð á vanlíðan á Vanlíðanarkvarðanum (Distress Thermometer) mældist líka mikil, d=1,3. Áhrifastærð á einkenni þunglyndis mæld með HADS-S mælitækinu var mikil, d=0,8 á meðan að áhrifastærð á kvíða mæld með HADS-S mælitækinu mældist lítil, d=0,3. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um áhrifastærð sem nýst getur við þróun meðferðar í klínísku starfi og til framtíðarrannsókna með stærra og fjölbreyttara úrtaki.
    Lykilorð: krabbameinslifendur (einstaklingar sem eru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein), krabbameinstengd þreyta og hugræn atferlismeðferð.

  • Útdráttur er á ensku

    In the near future it is predicated that increasing number of individuals will be diagnosed with cancer worldwide and simultaneously, the number of people who have finished cancer therapy will increase. Cancer diagnosis and its treatment have various long term effects on physical, psychosocial and economical well being. Among those effects is cancer-related fatigue, which is the most common symptom experienced by people diagnosed with cancer. Despite this, few researchers have studied cancer-related fatigue, particularly long term effects on people who have finished cancer therapy. This is also the case in Iceland. Few interventions and rehabilitation-treatments have been available to help people to minimize the consequences of fatigue and very rarely the therapist in these interventions has been a nurse.
    The main purpose of this study was to examine feasibility of the intervention “Coping with life after cancer”, a cognitive behavioral intervention which was translated, adapted and developed to target cancer related fatigue by the researcher. The intervention is for the people who are dealing with fatigue after the conclusion of a cancer therapy and provided by a nurse.
    The research design was quantitative intervention-study with adjusted pre-experimental design and non-randomized before-after design. The participants were six women between the age of 44 and 63, with an average age of 55 years. They had been diagnosed with breast cancer, had finished therapy an average two years ago, and still suffered from fatigue. The women received consultation therapy for one hour at time, two times a week for a total of 6 sessions each. The researcher, a master’s student in nursing with a diploma in cognitive behavioral therapy, also provided the intervention. Participants completed a short survey before starting the intervention and again after completion. The researcher completed data forms and a diary during the intervention period, where she wrote her own thoughts after each therapy session. Feasibility was determined based on recruitment and retention, the study execution, pre-and post surveys, and the researcher’s notes.
    The women thought all the aspects of the therapy were most often helpful to cope with fatigue and scored the intervention 9.5 out of 10 possible. Effect size for the intervention on fatigue was large, larger on the Piper fatigue scale (PFS), d=2 than on the Numbering rating scale (NRS), D=1.3. Effect sizes for distress measured with the Distress Thermometer was also large, d=1.3. Effect size for symptoms of depression measured with HADS-S was large, d=0,8, but small for anxiety, d=0,3.
    It can be concluded from the effect sizes, execution of the study and the researchers notes that the therapy is most likely feasible. The effect sizes can be used to develop a larger study to test the efficacy of a cognitive behavioral intervention for cancer related fatigue after the completion of cancer therapy in a larger sample.
    Keywords: Cancer survivors, cancer related fatigue and cognitive behavior therapy.

Styrktaraðili: 
  • B-hluti Vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Samþykkt: 
  • 5.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9917


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa, Meistaraverkefni (Rannveig Björk Gylfadóttir, 1209695019) PDF.pdf5.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna