ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Viðskiptadeild>BSc í viðskiptafræði / hagfræði / sálfræði>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9929

Titill

Hvað er það sem ræður því hvort samningsaðilar eru ánægðir eða óánægðir með lyktir samningaviðræðna

Skilað
Ágúst 2011
Útdráttur

Hvað er það sem ræður því hvort samningsaðilar eru ánægðir eða óánægðir með lyktir samningaviðræðna er lokaverkefni til B.Sc. gráðu við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík sumarið 2011. Verkefnið var tvíþætt, annars vegar fræðileg umfjöllun og hins vegar tilraun. Markmið þessarar BS.c ritgerðar var að kanna hvað er sem ræður því hvort samningsaðilar eru ánægðir eða óánægðir með lyktir samningaviðræðna.
Helstu niðurstöður tilraunar benda til þess að fólk metur aðra þætti en efnislega niðurstöðu þegar það metur ánægju sína eða óánægju með lyktir samninga en engin tengsl voru á milli efnislegrar niðurstöðu og þess hvort fólk er ánægt eða óánægt með lyktir samningaviðræðna. Þættir eins og samskipti, eigin frammistaða og hamingja þátttakenda voru þá skoðaðir til þess að komast að hvort annað en efnisleg niðurstaða hafði áhrif á hvort fólk væri ánægt eða óánægt með lyktir viðræðna. Niðurstöður benda til að fólk metur annars vegar lyktir samninga út frá gæðum samskipta frekar en efnislega niðurstöðu og hins vegar hvernig það upplifir eigin frammistöðu frekar en efnislega niðurstöðu. Þegar skoðað var hversu hamingjusamir þátttakendur voru og reynt að finna tengsl þess við hversu óánægðir eða ánægðir þátttakendur voru með samninginn fannst ekki marktækur munur þar sem allir þáttakendur utan einn álitu sig vera hamingjusama eða mjög hamingjusama.

Athugasemdir

Viðskiptafræði

Samþykkt
6.9.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
B.Sc._lokaverkefni_samningatækni.pdf1,7MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna