ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9938

Titill

„Drottinn vakir yfir vegi réttlátra en vegur óguðlegra endar í vegleysu.“ Guðfræðileg uppbygging í Saltaranum, einkanlega í ljósi Sálms 1 og Sálms 73

Skilað
September 2011
Útdráttur

Á síðari árum hefur því æ oftar verið haldið fram að guðfræðileg hugsun búi að baki uppbyggingar sálmanna, sem oft eru nefndir Saltarinn einu nafni. Ég mun skoða sérstaklega Sálm 1, hinn fyrsta í safninu og Sálm 73 sem er upphafssálmur þriðju sálmabókarinnar, en þessir sálmar hafa komið allmikið við sögu í þessari umræðu. Sálmarnir tveir verða kannaðir sérstaklega og einkum sambandið á milli þeirra með það að markmiði að varpa ljósi á gildi kenningarinnar um guðfræðilega uppbyggingu heildarsafnsins. Auk sálmanna tveggja verður litið til uppbyggingar Saltarans. Það skiptir máli fyrir sýnina á Gamla testamentið í heild ef lesa má ákveðinn boðskap út úr uppbyggingu sálmasafnsins og ekki aðeins út úr uppbyggingu einstakra sálma. Það verður litið til skyldleika og samanburðar á sámunum tveimur og bækurnar á milli þeirra skoðaðar.
Við samanburð á sálmunum tveimur, þá kemur fram líkur boðskapur þeirra og staðsetning þeirra í sálmasafninu. Sálmur 1 flytur lesandanum leiðsögn um lífið og hvernig honum beri að lifa því til þess að farnast vel. Sálmur 73 fjallar frekar um það hvernig blessunin sé fólgin í nálægð Guðs í þjáningunni og virðist draga saman efni þeirra sálma er á undan hafa komið í safninu. Sálm 73 er varla hægt að lesa án þess að tengja hann við þjáningu hins réttláta manns, sem svo vel er þekkt úr Jobsbók. Orðalag sálms 73 er um margt mjög líkt orðalagi Sálms 1, en hann kafar dýpra. Litið verður til heildaruppbyggingar Saltarans, með tilliti til niðurröðunar sálmanna í upphafi, miðju og endi safnsins.
Með ritgerðinni verður leitast við að taka afstöðu gagnvart því rannsóknarefni sem fjallað er um og svara þá um leið eftirfarandi spurningu: Er raunverulega guðfræðileg uppbygging á bak við Saltarann?

Samþykkt
7.9.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
2011 08 04 Fritz M... .pdf1,14MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna