ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9940

Titill

Pragarskólinn

Skilað
September 2011
Útdráttur

Þessi lokaritgerð er skrifuð til B.A. -prófs í almennum málvísindum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands árið 2011. Pragarskólinn er viðfangsefni ritgerðarinnar en Pragarskólinn er stefna innan málvísinda sem varð til árið 1926 í Prag þegar fræðimenn með sömu eða svipaðar skoðanir byrjuðu að hittast reglulega fyrir tilstilli Viléms Mathesiusar. Tiltölulega lítið hefur verið skrifað um Pragarskólann á íslensku.
Ritgerðin skiptist í fjóra hluta. Í þeim fyrsta er fjallað almennt um Pragarskólann, hvað Pragarskólinn er, hvenær hann var stofnaður, hvernig hann myndaðist og ýmislegt fleira fróðlegt. Í öðrum hluta er fjallað nánar um nokkra meðlimi Pragarskólans, þá Vilém Mathesius, Roman Jakobson, Nikolai Trubetzkoy, Josef Vachek, André Martinet, Jan Rypka, Bohumil Trnka, Jan Mukařovský og Bohuslav Havránek. Þriðji hluti er tileinkaður setningafræði Pragarskólans og þeim verkum sem meðlimir Pragarskólans hafa unnið í þágu setningafræðinnar en mest er til af þeim eftir Vilém Mathesius. Í fjórða og síðasta hlutanum er svo fjallað um hljóðkerfisfræði Pragarskólans og þá aðallega hvað fræðimennirnir Nikolai Trubetzkoy og Roman Jakobson hafa gert í gegnum tíðina.

Samþykkt
7.9.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
hrefnadis1[1].pdf131KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna