is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9954

Titill: 
  • Frá hugmynd að veruleika
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn á fyrsta starfsári Fjölbrautaskóla Snæfellinga var gerð til að kanna hvort hugmyndir, sem byggðust á dreifnámi og breyttum vinnubrögðum í námi og kennslu, urðu að veruleika þegar á reyndi.
    Í ljósi fræðilegrar umræðu var spurt um leikreglur í skólastarfi, sem ýmist var reynt að víkja frá eða hunsa, og áhrifaþætti á breytingastarf. Rannsóknin var framkvæmd með þátttökuathugunum og viðtölum við sextán þátttakendur, stjórnendur, kennara, foreldra og skólanefnd, við upphaf og lok fyrsta skólaárs. Auk þess var stuðst við ýmsar skráðar heimildir.
    Niðurstöður sýna að breytingar frá hefðbundnum starfsháttum reyndust að sumu leyti framkvæmanlegar en ekki að öllu leyti miðaðar við upphaflegar hugmyndir. Þörf fyrir framhaldsskóla í heimabyggð nemenda hafði áhrif á afstöðu til hugmyndafræði skólans. Fyrirkomulag dreifnáms var talið opna nýja möguleika til náms í fámennum skólum. Almennt var ánægja með opin vinnurými og kennarar töldu ekki þörf á aflokuðum kennslustofum. Í ljós kom að leggja þarf sérstaka áherslu á stuðning við nemendur og eftirfylgni með einstaklingsmiðuðu dreifnámi. Fram kom að þótt skóli virðist hafa afmarkað hlutverk sem menntastofnun þá gegnir hann margþættu hlutverki í samfélaginu sem taka þarf tillit til. Athyglisvert var að sjá gagnvirk tengsl nemenda, samfélags og skólastarfs.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 7.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9954


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frá hugmynd að veruleika FSn -JP.pdf7.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna