is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9965

Titill: 
  • Sjálfstæð búseta aldraðra. Einstaklingsmiðaður stuðningur við aldraða í heimahúsum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða þá þjónustu sem aldraðir njóta í heimahúsum og athuga hvort hægt væri að nýta þá þekkingu og þau stuðningsúrræði sem veitt eru öðrum hópum fólks, til eflingar á þjónustu við aldraðra með áherslu á sjálfstæða búsetu.
    Skoðuð var sú þjónusta sem veitt er í dag til aldraðra í heimahúsum samkvæmt lögum og reglugerðum og er ætluð til að styðja fólk til áframhaldandi sjálfstæðrar búsetu. Úrræði líkt og félagsleg heimaþjónusta og heimahjúkrun voru skoðuð og skilgreint hvað felst í þeirri þjónustu. Til samanburðar var skoðuð sú þjónusta sem veitt er í dag af sveitarfélögum til fatlaðs fólks og hvaða stuðningur þeim býðst og er ætlaður til eflingar sjálfstæðrar búsetu. Stuðningsúrræði líkt og félagsleg liðveisla, frekari liðveisla og notendastýrð persónuleg aðstoð voru skilgreind. Rannsóknin er unnin með öflun heimilda þar sem notast er við lög og reglugerðir bæði um málefni aldraðra og um málefni fatlaðs fólks. Einnig er notast við ýmsar aðrar fræðilegar heimildir sem og skýrslur og stefnumótun í málefnum aldraðra.
    Meginniðurstöður eru þær að bæði ríki og sveitarfélög bjóða upp á ýmis stuðningsúrræði sem eru ætluð til að styðja fólk til sjálfstæðrar búsetu. Þó er misjafnt hvaða úrræði standa fólki til boða og á fatlað fólk kost á fleiri einstaklingsmiðuðum stuðningsúrræðum en aldraðir. Úrræði líkt og félagsleg liðveisla, frekari liðveisla og notendastýrð persónuleg aðstoð geta nýst öldruðum jafnt og fötluðu fólki. Þrátt fyrir að í lögum sé kveðið á um einstaklingsmiðaða þjónustu í málefnum aldraðra, er stuðningur og þjónusta til aldraðra í heimahúsum ekki nægilega einstaklingsmiðaður í því formi sem hann er veittur í dag.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of the study was to examine the support that is provided to elderly people in their homes, both from the State and municipalities. To observe whether the knowledge and the support options offered to other demographic groups can be used to reinforce independent living for elderly people.
    Current support options for elderly people were evaluated from the view of the law and regulations that are put in place to support elderly people to continuous independent living. Social support like domestic service and home nursing were evaluated and defined. For comparison, the support options provided by the municipalities for disabled people where defined. Them being support options like social support, extended social support and support to independent living.
    The study is based on laws and regulations both for elderly and disabled people. Alternatively, written academic references, reports and future policy for elderly people were used in the study.
    The conclusion of the study is that both the state and municipalities have many social resources that are aimed to support independent living. The social resources like social support, extended social support and support to independent living that is provided to disabled people can be used for elderly people as well. Despite what the law says about independent support towards elderly people living in their homes, the study demonstrates that independent support currently provided is not sufficient.

Samþykkt: 
  • 9.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9965


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-Sjálfstæð búseta aldraðra.pdf900.81 kBLokaðurHeildartextiPDF