ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9972

Titill

Vefur Forlagsins. Greining og tillögur til umbóta

Skilað
September 2011
Útdráttur

Hluti meistaranáms í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu er 10 vikna starfsnám hjá einhverju fyrirtæki sem tengist ritstjórn. Vorið 2011 var ég í starfsnámi hjá Forlaginu auk þess sem ég tók kúrsinn Vefritstjórn í HÍ. MA-ritgerðin fjallar um vef Forlagsins og greinir hann eftir þeim aðferðum sem okkur voru kenndar í kúrsinum. Auk þess eru settar fram hugmyndir til úrbóta þar sem við á. Fyrr um veturinn hafði verið ákveðið á Forlaginu að leggjast í breytingar á vefnum og vefmál og áherslur þeirra voru almennt til endurskoðunar í fyrirtækinu. Eftir að starfsnáminu formlega lauk fékk ég að sitja fundi þar sem vefmál voru til umræðu og eins hafði ég aðgang að ýmsum eldri upplýsingum, svo sem vefgreiningu opinbers aðila, sölutölum tengdum vefnum og niðurstöðum skoðunarkönnunar sem sett var upp á síðunni þeirra og beindist að viðmóti fólks gagnvart vefnum. Þar sem hluti ritgerðarinnar, bæði heimildir og umfjöllun, er trúnaðarmál og einungis ætlað Forlaginu er ritgerðin ekki með opinn aðgang á Skemmunni.

Samþykkt
9.9.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ritgerð.pdf5,5MBLokaður Heildartexti PDF