is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9973

Titill: 
  • Land án járnbrauta. Tilraunir Íslendinga til járnbrautavæðingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um tilraunir til að koma á fót járnbrautarsamgöngum á Íslandi. Markmiðið er að rannsaka hversvegna slíkar járnbrautir hafa aldrei verið hluti af samgöngum Íslendinga og hverjar ástæðurnar eru fyrir því að Íslendingar hafa aldrei ráðist í framkvæmdir við járnbrautalestir. Í ritgerðinni verður áherslan lögð á þær tilraunir sem gerðar voru og mennina sem að stóðu á bak við þær, aðdraganda fyrstu tilraunanna, ásamt því að sýna fram á ástæður þess að þeim tekst ekki ætlunarverk sitt. Fyrstu tilraunirnar fóru fram árið 1894 og stóðu svo með litlum hléum til árisins 1930. Mikill framfarahugur var í Íslendingum á þessum tíma og töldu margir að járnbrautarsamgöngur væru eina leiðin í átt að aukinni hagsæld og æðra menningarstigi fyrir Íslendinga. Járnbrautarmálin urðu oft nokkurskonar bitbein milli þeirra sem kölluðu sig framfarasinna og þeirra sem voru álitnir afturhaldsseggir. Í lokin er fjallað um þreifingar í átt að járnbrautarlagningu frá 1980 til ársins 2002 en nánast ekkert var fjallað um járnbrautir á opinberum vettvangi frá 1930 til 1980 og fær það tímabil því enga umfjöllun í ritgerðinni.
    Niðurstöður leiða í ljós að það sem helst stóð í vegi fyrir járnbrautarlagningu á Íslandi var ótti ráðamanna við þann mikla kostnað sem leggja þurfti út í til að byrja með, í bland við lélegan undirbúning frumvarpa og ónákvæmar og langdregnar rannsóknir. Á seinni hluta nítjándu aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu var Ísland ekki auðugt land og því farið varlega í fjárútlát þrátt fyrir að von væri á að framkvæmdir borguðu sig síðar. Í lok tuttugustu aldar og í byrjun þeirra tuttugustu og fyrstu höfðu Íslendingar þó úr mun meira fjármagni að spila en samt komust framkvæmdir ekki á dagskrá vegna svipaðra ástæðna og stóðu í vegi fyrir framkvæmdum liðlega 100 árum fyrr.

Samþykkt: 
  • 9.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9973


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Land án járnbrauta lokaverk.pdf389.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna