is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9977

Titill: 
  • Upplýsingahegðun listnema; Rannsókn á upplýsingahegðun nemenda í myndlist og hönnun við Listaháskóla Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um upplýsingahegðun nemenda í myndlist og hönnun við Listaháskóla Íslands. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er merking hugtaksins upplýsingahegðun rædd og niðurstöður fyrri rannsókna á upplýsingahegðun háskólanema, listamanna og listnema skoðaðar. Í seinni hluta ritgerðarinnar eru niðurstöður rannsóknar á upplýsingahegðun listnema settar fram. Markmið rannsóknarinnar sem var viðtalsrannsókn var að fá innsýn inn í það hvernig listnemar bera sig að við leit upplýsinga sem tengjast námi þeirra og hvernig þessar upplýsingar eru nýttar. Upplýsingaöflun er ákveðið ferli sem litast mjög af tilgangi hennar. Þegar nemendum eru sett fyrir tiltekin verkefni sem þarf að leysa þá er upplýsingaöflunin venjulega mjög markviss. Í flestum tilfellum er upplýsingaleitin hafin á internetinu, samræður við aðra eru einnig algengur upphafspunktur leitar, nemendurnir sía út þær upplýsingar sem honum berast og í flestum tilfellum sækja þeir áreiðanlegar heimildir í bækur. Upplýsingaleitinni lýkur þegar nemendur telja sig hafa aflað nægra upplýsinga og/eða þegar skilafrestur nálgast. Þær upplýsingaveitur sem nemarnir nýta sér helst eru internetið, bókasafnið og annað fólk. Það er fyrst og fremst áreiðanleiki upplýsinga og aðgengileiki sem nemendurnir leggja áherslu á.

Samþykkt: 
  • 9.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9977


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
UpplysingahegdunListnema[1].pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna