is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9980

Titill: 
  • Undirbúningur og framkvæmd þjónustusamninga við Sólheima í Grímsnesi. Tilviksrannsókn á samskiptum ríkis og þriðja geirans á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða samskipti og samstarf hins opinbera og aðila þriðja geirans á Íslandi. Í rannsókninni er sjónum beint að gerð tveggja þjónustusamninga milli hins opinbera og sjálfseignarstofnunarinnar Sólheima í Grímsnesi árin 1996 og 2004.
    Í kjölfar umbótaviðleitni í íslenskri stjórnsýslu, sem kennd er við nýskipan í ríkisrekstri eða hina nýju stjórnun (e. New Public Management), undir lok síðustu aldar var áhersla lögð á að hið opinbera fæli einkaaðilum og aðilum þriðja geirans að framkvæma störf sem áður höfðu verið á könnu hins opinbera. Í umbótaviðleitninni voru þjónustusamningar það stjórntæki sem mjög var horft til. Þjónustusamningurinn milli hins opinbera og Sólheima í Grímsnesi árið 1996 var fyrsti samningurinn sem gerður var í mál¬efnum fatlaðra á Íslandi. Í rannsókninni eru forsendur þessa samnings og síðari samnings aðilanna frá 2004 skoðaðar sem og samskipti samningsaðilanna.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að nýjar áherslur í ríkisbúskap á tíunda áratug liðinnar aldar hafi ýtt undir stefnumörkun hins opinbera gagnvart þriðja geiranum. Í samningi hins opinbera við Sólheima í Grímsnesi árið 1996 var í fyrsta sinn leitast við að setja verðmiða á þjónustu aðila þriðja geirans í málefnum fatlaðra og semja um hana með þjónustumati. Samningsaðilum tókst hins vegar ekki koma sér saman um fjárhagslegar forsendur á bak við þjónustumatið og endaði samningsgerðin með því að ráðherra greip inn í málið. Í seinni samningnum 2004 var hins vegar tekið tillit til sérstöðu Sólheima og var sá samningur tilkominn í kjölfar viðræðna samningsaðila sem sameiginleg niðurstaða þeirra.
    Mótun stefnu um samstarf hins opinbera og þriðja geirans á Íslandi hefur vart slitið barns-skónum en samningsgerðin við Sólheima er áhugavert tilvik á þeirri leið sem draga má ýmis konar lærdóm af.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis is to examine relations between the State and non-profit organisations in Iceland. This thesis focuses on two public service contracts agreed with the non-profit organisation Sólheimar in Gríms¬nes in 1996 and 2004.
    Following the reform of the Icelandic national government in the 1990s, usually referred to as New Public Management, emphasis was placed on entrusting the provision of public goods and services which had previously been handled by the government to private busi-nesses or non-profit organisations. Contracting has been the government’s preferred tool dur-ing the process of public management reform. The public service contract with Sólheimar in Grímsnes, signed in 1996, was the first service contract to be made relating to the affairs of the disabled. This thesis examines the basis for this service contract, a subsequent contract with Sólheimar agreed in 2004 and relations between the contracting parties.
    The main findings of the thesis indicate that the new focus in public administration during the 1990s reinforced public policy towards non-profit organisations. The 1996 public service contract with Sólheimar was the first attempt to put a price on the services provided by a non-profit organisation involved in the affairs of the disabled and base negotiations on an assess-ment of those services. However, the contracting parties failed to agree on the financial basis of the service assessment, and negotiations were terminated on the intervention of the Minister of Welfare. The later service contract of 2004 takes into account Solheimar’s special status. That contract was the result of negotiations between the contracting parties which lead to a common conclusion.
    The formation of public policy regarding the State’s relations with non-profit organisa¬tions in Iceland is still in its early stages; the contracting process with Sólheimar was a note¬worthy step in this process which raised a number of enlightening points.

Samþykkt: 
  • 9.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9980


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA-ritgerd SigrR.pdf629.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Skjöl sem eiga að vera í viðauka ritgerðar eru eftirfarandi: 1) Þjónustusamningur milli félagsmálaráðuneytis og Sólheima í Grímsnesi frá 1996. 2) Þjónustusamningur milli félagsmálaráðuneytis og Sólheima í Grímsnesi frá 2004. Þjónustusamningana er hægt að nálgast hjá velferðarráðuneytinu. Þessi skjöl fylgja prentaða eintakinu sem varðveitt er Þjóðarbókhlöðu.