ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9981

Titill

Rannsókn á ofbeldi í samböndum meðal unglinga. Námsefnið Örugg saman

Skilað
September 2011
Útdráttur

Þessi ritgerð fjallar um rannsókn á ofbeldi í nánum samböndum unglinga. Þá verður fjallað um hvernig koma megi í veg fyrir slíkt ofbeldi með þar til gerðu forvarnarefni.
Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar var ætlunin að fá upplýsingar um hversu algengt andlegt og líkamlegt ofbeldi væri í nánum samböndum unglinga en það hefur ekki verið kannað hér á landi áður. Hins vegar var ætlunin að skoða viðhorf og staðalímyndir kynjanna (e. gender stereotyping) unglinganna og hvort munur væri á kynjum í því samhengi. Við gerð rannsóknarinnar var spurningalisti lagður fyrir nemendur í 8.-10. bekk fjögurra grunnskóla.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að almennt voru unglingar á móti því að ofbeldi væri beitt í samböndum. Af þeim sem höfðu jákvæð viðhorf til ofbeldis voru drengir í augljósum meirihluta. Þá var afstaða þeirra til staðalímynda kynjanna karllægari en stúlknanna.
Af þeim unglingum sem höfðu verið í föstu sambandi höfðu rúm 60% beitt einhverri tegund andlegs ofbeldis að minnsta kosti einu sinni, 36% einhverri tegund líkamlegs ofbeldis að minnsta kosti einu sinni og tæplega 5% einhverri tegund kynferðislegs ofbeldis að minnsta kosti einu sinni. Þá höfðu tæplega 77% þeirra sem höfðu verið í föstu sambandi verið beitt andlegu ofbeldi að minnsta kosti einu sinni, 49% líkamlegu ofbeldi að minnsta kosti einu sinni og 14% höfðu verið beitt kynferðislegu ofbeldi að minnsta kosti einu sinni.
Í ljósi þess hversu algengt andlegt og líkamlegt ofbeldi er og hversu vel forvarnarefnið Örugg saman (e. Safe Dates) hefur reynst erlendis er full ástæða til að slíkt námsefni verði notað í þeim tilgangi að draga úr ofbeldi milli unglinga hér á landi.

Samþykkt
9.9.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA ritgerð, Guðbjö... .pdf1,1MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna